28. APRÍL–4. MAÍ
ORÐSKVIÐIRNIR 11
Söngur 90 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)
1. Ekki segja það!
(10 mín.)
Ekki segja neitt sem gæti skaðað „náunga“ þinn. (Okv 11:9; w02-E 15.5. 26 gr. 4)
Ekki segja neitt sem veldur sundrungu.(Okv 11:11; w02-E 15.5. 27 gr. 2, 3)
Ekki segja frá trúnaðarmálum annarra.(Okv 11:12, 13; w97 1.6. 8 gr. 3, 4; w20.03 22 gr. 12, 13)
TIL ÍHUGUNAR: Hvernig hjálpa orð Jesú í Lúkasi 6:45 okkur að forðast neikvætt tal?
2. Andlegir gimsteinar
(10 mín.)
Okv 11:17 – Hvernig er það okkur til góðs að sýna góðvild? (g20.1 11, rammi)
Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?
3. Biblíulestur
(4 mín.) Okv 11:1–20 (th þjálfunarliður 5)
4. Að hefja samræður
(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Reyndu að skapa tækifæri til að segja viðmælandanum frá einhverju sem þú hefur nýlega lært á samkomu. (lmd kafli 2 liður 4)
5. Eftirfylgni
(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Kynntu myndband úr verkfærakistunni. (lmd kafli 8 liður 3)
6. Að gera fólk að lærisveinum
(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. Bjóddu biblíunámskeið og sýndu hvernig það fer fram. (lmd kafli 10 liður 3)
Söngur 157
7. Ekki láta tunguna vera friðarspilli
(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.
Við erum ófullkomin og hrösum þess vegna í orði. (Jak 3:8) Ef við höfum algengar tálgryfjur í huga getum við forðast að segja eitthvað sem við sjáum seinna eftir. Eftirfarandi atriði geta spillt friði safnaðarins:
Óviðeigandi mont. Það að hrósa sjálfum sér getur ýtt undir samkeppnisanda og öfund. – Okv 27:2.
Óheiðarlegt tal. Slíkt tal á ekki bara við um lygar því það getur líka átt við blekkingar af ásettu ráði. Jafnvel smá óheiðarleiki getur skaðað traust okkar og mannorð. – Pré 10:1.
Skaðlegt slúður. Innantómt tal sem rangfærir staðreyndir eða afhjúpar einkamál um fólk og líf þess getur valdið deilum og sundrung. – 1Tí 5:13.
Reiðilegt tal. Stjórnlaus útrás fyrir tilfinningar gagnvart þeim sem hefur komið okkur í uppnám. (Ef 4:26) Slíkt getur verið særandi. – Okv 29:22.
Spilaðu MYNDBANDIÐ ‚Segið skilið við allt‘ sem spillir friði – útdráttur. Spyrðu síðan áheyrendur:
Hvað lærðir þú um áhrifin sem tal okkar getur haft á frið safnaðarins?
Horfðu á „Þráum frið og keppum eftir honum“ til að sjá hvernig friður komst aftur á.
8. Safnaðarbiblíunám
(30 mín.) bt kafli 25 gr. 14–21