Kynning
Þráir þú heim sem er laus við stríð og vopnuð átök? Mörgum finnst það heillandi tilhugsun en óraunhæf. Biblían útskýrir hvers vegna mönnum hefur ekki tekist að stöðva stríð. Hún sýnir hvernig hægt er að treysta því að friður um allan heim er mögulegur og verði brátt að veruleika.
Í þessu blaði á „stríð“ og „átök“ við um þjóðir eða stjórnmálahópa sem eiga í vopnuðum átökum. Nöfnum sumra einstaklinga hefur verið breytt.