Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 172
  • Hver var María Magdalena?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hver var María Magdalena?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Var María Magdalena vændiskona?
  • Var María Magdalena „postuli postulanna“?
  • Var María Magdalena eiginkona Jesú Krists?
  • „Ég hef séð Drottin!“
    Líkjum eftir trú þeirra
  • Er María móðir Guðs?
    Biblíuspurningar og svör
  • Jesús lifir!
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Hún „geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 172
María Magdalena hittir Jesú upprisinn fyrir framan tóma gröf.

Hver var María Magdalena?

Svar Biblíunnar

María Magdalena var trúfastur fylgjandi Jesú Krists. Nafnið Magdalena er líklega dregið af bænum Magdala sem var nálægt Galíleuvatni. Ef til vill hafði hún eitt sinn búið þar.

María Magdalena var ein af mörgum konum sem ferðuðust með Jesú og lærisveinum hans og studdu þá efnislega. (Lúkas 8:1–3) Hún var vitni að aftöku Jesú og ein af þeim fyrstu sem sáu hann upprisinn. – Markús 15:40; Jóhannes 20:11–18.

  • Var María Magdalena vændiskona?

  • Var María Magdalena „postuli postulanna“?

  • Var María Magdalena eiginkona Jesú Krists?

  • Hversu margar konur með nafninu María eru nefndar í Biblíunni?

Var María Magdalena vændiskona?

Biblían segir ekki að María Magdalena hafi verið vændiskona. Allt sem hún segir um bakgrunn hennar er að Jesús hafi rekið sjö illa anda út af henni. – Lúkas 8:2.

Hvaðan kemur hugmyndin um að hún hafi verið vændiskona? Öldum eftir dauða hennar héldu sumir því fram að hún væri sama konan og ónefnd kona (líklega vændiskona) sem þvoði fætur Jesú með tárum sínum og þurrkaði þá með höfuðhári sínu. (Lúkas 7:36–38) Það er enginn biblíulegur grundvöllur fyrir þessari hugmynd.

Var María Magdalena „postuli postulanna“?

Nei. Kaþólska kirkjan kallar Maríu „heilaga Maríu Magdalenu“ og „postula postulanna“ vegna þess að hún var meðal þeirra fyrstu sem færðu postulunum fréttir af upprisu Jesú. (Jóhannes 20:18) Þetta gerir hana ekki að postula og hún er hvergi nefnd þannig í Biblíunni. – Lúkas 6:12–16.

Ritun Biblíunnar var lokið undir lok fyrstu aldarinnar. En það var ekki fyrr en á sjöttu öld sem kirkjuyfirvöld tóku það upp hjá sér að upphefja Maríu Magdalenu. Í ritum frá annarri og þriðju öld, sem eru ekki hluti af helgiritasafni Biblíunnar, er sumum postulum Jesú lýst eins og þeir hafi verið afbrýðisamir út í Maríu. Slíkar uppspunnar sögur eiga sér enga stoð í Biblíunni.

Var María Magdalena eiginkona Jesú Krists?

Nei. Það kemur skýrt fram í Biblíunni að Jesús hafi verið einhleypur.a

a Sjá greinina „Was Jesus Married? Did Jesus Have Siblings?“

Hversu margar konur með nafninu María eru nefndar í Biblíunni?

Sex konur með nafninu María eru nefndar í Biblíunni.b

  1. 1. Móðir Jesú. – Matteus 1:18.

  2. 2. Systir Mörtu og Lasarusar. – Jóhannes 11:1, 2.

  3. 3. María Magdalena. – Lúkas 8:2.

  4. 4. Móðir þeirra Jakobs og Jóse. – Matteus 27:56. – Matteus 27:56.

  5. 5. Móðir Jóhannesar Markúsar. – Postulasagan 12:12.

  6. 6. Kristin kona í Róm sem lagði hart að sér fyrir bræður og systur í söfnuðinum þar. – Rómverjabréfið 16:6.

b Nafnið María er grísk mynd af hebreska nafninu Mirjam, en systir Móse hét því nafni.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila