Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwhf grein 37
  • Óhófleg áfengisneysla maka

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Óhófleg áfengisneysla maka
  • Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Óhófleg áfengisneysla hefur skaðleg áhrif á hjónabandið
  • Ertu háður áfengi?
  • Varastu afneitun
  • Það sem þú getur gert
  • Misnotkun áfengis og heilsufar
    Vaknið! – 2005
  • Að tala við börnin um áfengi
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Hvernig ættum við að líta á áfengi?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Farðu varlega með áfengi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Góð ráð handa fjölskyldunni
ijwhf grein 37
Tveir giftingarhringir og alls konar vínflöskur á borði.

GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI | HJÓNABANDIÐ

Óhófleg áfengisneysla maka

Hefur maki þinn tjáð þér áhyggjur sínar af drykkjuvenjum þínum? Þá væri gott að hugleiða nokkur atriði.

Í þessari grein

  • Óhófleg áfengisneysla hefur skaðleg áhrif á hjónabandið

  • Ertu háður áfengi?

  • Varastu afneitun

  • Það sem þú getur gert

Óhófleg áfengisneysla hefur skaðleg áhrif á hjónabandið

Óhófleg áfengisneysla getur leitt til alls kyns heilsuvandamála eins og til dæmis hjartasjúkdóma, skorpulifur og krabbameins. En þetta snýst um meira en heilsuna. Misnotkun áfengis getur líka skapað vandamál í hjónabandinu þar sem það eykur líkurnar á heimilisofbeldi, fjárhagsvandamálum, framhjáhaldi og skilnaði.

Biblían segir að þegar áfengi er notað í óhófi „bítur það eins og höggormur, spúir eitri eins og naðra“. (Orðskviðirnir 23:32) Hvernig veistu hvort þú sért háður áfengi?

Ertu háður áfengi?

Eftirfarandi spurningar geta hjálpað þér að koma auga á einkennin:

  • Áttu erfitt með að hafa stjórn á drykkjunni?

  • Hugsarðu oft um hvenær þú færð næst tækifæri til að drekka áfengi?

  • Drekkurðu þrátt fyrir vandamálin sem drykkjan veldur í lífi þínu, þar á meðal í hjónabandinu?

  • Færðu fráhvarfseinkenni þegar þú reynir að hætta?

  • Rífist þið hjónin stundum um hversu mikið þú drekkur?

  • Hefurðu meira þol fyrir áfengi nú en áður?

  • Drekkurðu í laumi eða felurðu áfengi heima fyrir eða á vinnustaðnum?

Ef þú svarar einni eða fleiri þessara spurninga játandi ertu ef til vill háður áfengi. Þú gætir verið með áfengisvandamál, þú gætir verið alkóhólisti.

Varastu afneitun

Hefur maki þinn sagst hafa áhyggjur af drykkjunni hjá þér? Þú hefur þá kannski reynt að gera lítið úr hlutunum eða réttlætt þig. Þú gætir hafa skellt skuldinni á aðra, þar á meðal maka þinn, með því að segja:

  • „Ef þú kæmir betur fram við mig þyrfti ég ekki að drekka.“

  • „Ef þú hefði yfirmann eins og ég þyrftirðu líka að drekka.“

  • „Ég þekki fullt af fólki sem drekkur meira en ég.“

Væru slíkar athugasemdir ekki merki um að áfengislöngunin væri sterkari en löngunin til að eiga hamingjusamt hjónaband? Hvort ætti að vera mikilvægara – áfengið eða hjónabandið?

Meginregla Biblíunnar: „Giftur maður er upptekinn af því … hvernig hann geti þóknast eiginkonu sinni.“ – 1. Korintubréf 7:33.

Myndir: Tvær myndir sem sýna hvernig eiginmaður bregst ólíkt við áhyggjum konu sinnar varðandi áfengisneyslu hans. 1. Eiginmaðurinn situr bak við háan múrvegg og heldur á tómri bjórflösku. Tvær flöskur í viðbót eru á gólfinu. Eiginkonan stendur hinum megin við vegginn, ósátt og sér eiginmann sinn ekki. 2. Eiginmaðurinn horfir á konuna sína út um stóran glugga í veggnum og hlustar á áhyggjur hennar.

Afneitun er eins og múrveggur milli þín og maka þíns. Að hlusta og viðurkenna vandamálið er hins vegar eins og gluggi sem þú getur horft út um.

Það sem þú getur gert

  • Taktu áhyggjur maka þíns alvarlega: Gætirðu gert einhverjar breytingar jafnvel þótt maki þinn hafi kannski of miklar áhyggjur af þessu máli? Ef þú getur ekki gert það og þú heldur áfram að drekka þótt það valdi maka þínum áhyggjum þá gæti það í sjálfu sér verið merki um að þú eigir við áfengisvandamál að stríða.

    Meginregla Biblíunnar: „Hugsið ekki um eigin hag heldur hag annarra.“ – 1. Korintubréf 10:24.

  • Kynntu þér staðreyndirnar. Til að sigra í bardaga þarf hermaður að þekkja brögð og aðferðir óvinarins. Þú ert líka í stríði. Til að sigrast á óvini þínum þarftu að afla þér upplýsinga um eðli alkóhólisma og hvernig hann klófestir fólk. Þú þarft líka að læra áhrifaríkar aðferðir til að losna undan áfengisfíkninni og forðast bakslag.

    Meginregla Biblíunnar: ‚Haldið ykkur frá holdlegum girndum sem heyja stríð gegn ykkur.‘ – 1. Pétursbréf 2:11.

  • Leitaðu hjálpar. Það er fagleg hjálp í boði til að sigrast á áfengisvanda, eins og afvötnun, meðferðarstofnanir og endurhæfing. Þú getur líka leitað til þroskaðs vinar sem getur hjálpað þér að komast að rótum vandans. Þegar þú finnur fyrir freistingu til að byrja að drekka aftur skaltu leita til þessa vinar.

    Eiginmaður situr á sófa og talar við fagaðila í heilbrigðisgeiranum.

    Hugleiddu að leita þér faglegrar aðstoðar.

    Meginregla Biblíunnar: „Sannur vinur elskar alltaf og er sem bróðir á raunastund.“ – Orðskviðirnir 17:17.

Misnotkun áfengis er flókið vandamál sem ekki er hægt að leysa með því einu að lesa stutta grein eða einfaldlega að segja: „Ég ætla að reyna að drekka minna.“ En það er gott fyrir þig að vita að það hefur ekki bara áhrif á heilsufarið hvernig þú tekst á við vandann heldur líka hjónabandið.

Nánari upplýsingar: Lestu eftirfarandi greinar til að sjá hvernig aðrir hafa sigrast á áfengisvanda.

„Ég er ekki lengur ofbeldismaður“

„Ég skammast mín ekki lengur fyrir sjálfan mig“

„Gatan var heimili mitt“

Horfðu líka á myndbandið Ég var mjög óhamingjusamur.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila