Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mrt grein 89
  • Öryggi kvenna – sjónarmið Biblíunnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Öryggi kvenna – sjónarmið Biblíunnar
  • Fleiri viðfangsefni
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvernig lítur Guð á konur?
  • Hvað getur hjálpað þér að láta sárin gróa?
  • Á Guð einhvern tíma eftir að binda enda á illa meðferð kvenna?
  • Virðing og reisn undir vernd Guðs
    Varðturninn: Er Guði annt um konur?
  • Konur — eru þær virtar á heimilinu?
    Vaknið! – 1992
  • ‚Konur sem leggja hart á sig fyrir Drottin‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Konur — eru þær virtar nú á tímum?
    Vaknið! – 1992
Sjá meira
Fleiri viðfangsefni
mrt grein 89
Konur á öllum aldri og af mismunandi þjóðerni.

Öryggi kvenna – sjónarmið Biblíunnar

Milljónir stúlkna og kvenna um allan heim hafa sætt ofbeldi. Ert þú ein af þeim? Lestu um hvers vegna öryggi þitt skiptir Guð máli og hvernig hann ætlar að taka á illri meðferð á konum.

„Þegar ég var yngri beitti bróðir minn mig líkamlegu og andlegu ofbeldi á hverjum einasta degi. Þegar ég gifti mig tók tengdamamma mín við af honum. Hún og tengdapabbi komu fram við mig eins og þræl. Ég glímdi við sjálfsvígshugsanir.“ – Madhu,a Indlandi.

„Ofbeldi gegn konum er algengt um allan heim,“ segir Alþjóðaheilbrigðismála­stofnunin. Hún áætlar að næstum þriðjungur kvenna verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tíma á ævinni.

Ef þú hefur orðið fyrir slíku gæti þér fundist þú vera í hættu á að verða fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi hvert sem þú ferð. Vegna alls þessa ofbeldis og hversu illa er komið fram við konur gæti þér fundist að flestir hugsi að konur skipti engu máli. En skipta konur máli í augum Guðs?

Kona sem er að lesa Biblíuna.

Biblían segir að öryggi kvenna sé mikilvægt í augum Guðs.

Lítil mynd af konu að lesa í Biblíunni.

Hvernig lítur Guð á konur?

Biblíuvers: „[Guð] skapaði þau karl og konu.“ – 1. Mósebók 1:27.

Hvað merkir það? Guð skapaði karla og konur. Í augum hans verskulda þau bæði virðingu. Hann ætlast auk þess til að eiginmaður ‚elski eiginkonu sína eins og sjálfan sig‘. Hann ætti ekki að reyna að stjórna henni og alls ekki með særandi orðum eða ofbeldi. (Efesusbréfið 5:33; Kólossubréfið 3:19) Guði er greinilega umhugað um öryggi kvenna.

„Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi ættingja þegar ég var barn. Þegar ég var 17 ára hótaði yfirmaðurinn minn því að reka mig ef ég myndi ekki sofa hjá honum. Á fullorðinsárunum hafa maðurinn minn, foreldrar mínir og nágrannar lítilsvirt mig. En núna hef ég kynnst Jehóva,b skapara okkar. Hann sýnir konum virðingu. Þetta fullvissar mig um að hann elski mig og að ég sé verðmæt í augum hans.“ – Maria, Argentínu.

Lítil mynd af konu hlusta á aðra konu.

Hvað getur hjálpað þér að láta sárin gróa?

Biblíuvers: „Til er vinur sem er tryggari en bróðir.“ – Orðskviðirnir 18:24.

Hvað merkir það? Sannur vinur mun styðja þig. Ef þér finnst það geta hjálpað segðu þá einhverjum sem þú treystir frá því hvernig þér líður.

„Í 20 ár sagði ég engum að ég hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þetta varð til þess að ég varð óhamingjusöm, kvíðin og þunglynd. Það var ótrúlegur léttir þegar ég sagði einhverjum sem var tilbúinn að hlusta frá upplifun minni.“ – Elif, Tyrklandi.

Biblíuvers: „Varpið öllum áhyggjum ykkar á [Guð] því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.“ – 1. Pétursbréf 5:7.

Hvað merkir það? Guð hlustar á bænir þínar. (Sálmur 55:22; 65:2) Þar sem honum er umhugað um þig getur hann hjálpað þér að sjá hversu dýrmæt þú ert.

„Að kynnast Jehóva hjálpaði mér að láta djúpu tilfinningalegu sárin sem ég hafði byrja að gróa. Núna get ég sagt Guði frá öllum tilfinningum mínum í bæn. Hann er eins og vinur sem virkilega skilur tilfinningar mínar.“ – Ana, Belís.

Lítil mynd af konu sem horfir upp.

Á Guð einhvern tíma eftir að binda enda á illa meðferð kvenna?

Biblíuvers: „Jehóva … lætur föðurlausa og þjakaða ná rétti sínum svo að dauðlegir menn hér á jörð hræði þá ekki framar.“ – Sálmur 10:17, 18.

Hvað merkir það? Guð mun fljótlega útrýma öllu óréttlæti, þar á meðal grimmd og ofbeldi gagnvart konum.

„Það hefur verið mjög hughreystandi fyrir mig að læra að Jehóva mun bráðum binda enda á allar misþyrmingar á konum og ungum stelpum. Þetta hefur veitt mér hugarfrið.“ – Roberta, Mexíkó.

Ef þú vilt læra meira um hvernig Biblían veitir von, af hverju þú getur treyst loforðum hennar og hvernig Vottar Jehóva veita stuðning frá Biblíunni, getur þú beðið um ókeypis heimsókn .

Sækja prentvæna útgáfu af greininni.

a Nöfnum hefur verið breytt.

b Jehóva er nafn Guðs. (Sálmur 83:18) Sjá greinina „Hver er Jehóva?“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila