Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 167
  • Hvernig syndguðu Adam og Eva?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig syndguðu Adam og Eva?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hvaða áhrif hafði synd Adams og Evu á þau?
  • Hvaða áhrif hefur synd þeirra á okkur?
  • Getum við losnað undan afleiðingum syndar Adams og Evu?
  • Ranghugmyndir um synd Adams og Evu
  • Hver var fyrsta syndin?
    Vaknið! – 2006
  • Hvers vegna deyjum við?
    Hvað verður um okkur þegar við deyjum?
  • Síðasti óvinurinn, dauðinn, að engu gerður
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Hvers vegna eldumst við og deyjum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2019
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 167
Adam og Eva horfa hvort á annað í garðinum á meðan Adam heldur á ávextinum.

Hvernig syndguðu Adam og Eva?

Svar Biblíunnar

Adam og Eva voru fyrsta fólkið til að syndga. Þegar þau óhlýðnuðust Guði með því að borða af „skilningstré góðs og ills“ syndguðu þau.a (1. Mósebók 2:16, 17; 3:6; Rómverjabréfið 5:19) Adam og Eva máttu ekki borða af þessu tré vegna þess að það táknaði vald Guðs, eða rétt, til að ákveða fyrir mennina hvað sé rétt og hvað sé rangt. Með því að borða af trénu fóru Adam og Eva út fyrir sett mörk og völdu að ákveða sjálf hvað væri rétt og rangt. Þegar þau gerðu það höfnuðu þau yfirráðum Guðs.

  • Hvaða áhrif hafði synd Adams og Evu á þau?

  • Hvaða áhrif hefur synd þeirra á okkur?

  • Getum við losnað undan afleiðingum syndar Adams og Evu?

  • Ranghugmyndir um synd Adams og Evu

Hvaða áhrif hafði synd Adams og Evu á þau?

Adam og Eva fóru að eldast og dóu að lokum vegna þess að þau syndguðu. Þau eyðilögðu vináttusamband sitt við Guð og áttu ekki lengur í vændum að lifa að eilífu við fullkomna heilsu. – 1. Mósebók 3:19.

Hvaða áhrif hefur synd þeirra á okkur?

Allir afkomendur Adams og Evu fengu syndina í arf. Það er ekki ósvipað og þegar börn fá erfðagalla frá foreldrum sínum. (Rómverjabréfið 5:12) Allir menn hafa því fæðst ,syndugir‘,b en það þýðir að við fæðumst ófullkomin og með rangar tilhneigingar. – Sálmur 51:7; Efesusbréfið 2:3.

Vegna erfðasyndarinnar, eða ófullkomleikans, veikjumst við, eldumst og deyjum. (Rómverjabréfið 6:23) Við þurfum líka að þola afleiðingar mistaka okkar og annarra. – Prédikarinn 8:9; Jakobsbréfið 3:2.

Getum við losnað undan afleiðingum syndar Adams og Evu?

Já. Í Biblíunni segir að Jesús hafi dáið „sem sáttarfórn fyrir syndir okkar“. (1. Jóhannesarbréf 4:10, neðanmáls) Fórn Jesú getur losað okkur við áhrif erfðasyndarinnar og gert okkur kleift að eiga það sem Adam og Eva misstu – von um eilíft líf við fullkomna heilsu. – Jóhannes 3:16.c

Ranghugmyndir um synd Adams og Evu

Ranghugmynd: Erfðasyndin slítur tengsl okkar við Guð fyrir fullt og allt.

Staðreynd: Guð kennir okkur ekki um það sem Adam og Eva gerðu. Hann veit að við erum ófullkomin og ætlast ekki til meira af okkur en við getum. (Sálmur 103:14) Jafnvel þótt synd Adams og Evu bitni á okkur höfum við tækifæri og þann heiður að eiga náið vináttusamband við Guð. – Orðskviðirnir 3:32.

Ranghugmynd: Skírn frelsar fólk undan erfðasyndinni og því ætti að skíra börn.

Staðreynd: Það er satt að við þurfum að skírast til að geta hlotið björgun en það er líka satt að það er aðeins trú á fórn Jesú sem getur hreinsað mann af synd. (1. Pétursbréf 3:21; 1. Jóhannesarbréf 1:7) Ungbörn geta ekki haft trú þar sem sönn trú byggist á þekkingu. Biblían styður því ekki ungbarnaskírn. Frumkristnum mönnum var þetta ljóst. Þeir skírðu ekki ungbörn heldur þá sem tóku trú – karla og konur sem trúðu á orð Guðs. – Postulasagan 2:41; 8:12.

Ranghugmynd: Guð kallaði bölvun yfir konur vegna þess að Eva var fyrst til að borða af forboðna ávextinum.

Staðreynd: Guð kallaði ekki bölvun yfir konur heldur yfir ,hinn upphaflega höggorm sem er kallaður Djöfull og Satan“, hann sem hvatti Evu til að syndga. (Opinberunarbókin 12:9; 1. Mósebók 3:14) Og í augum Guðs ber Adam, en ekki kona hans, meginábyrgð á erfðasyndinni. – Rómverjabréfið 5:12.

Af hverju sagði Guð að Adam myndi drottna yfir konu sinni? (1. Mósebók 3:16) Þegar hann sagði það var hann ekki að samþykkja slíka hegðun. Hann var einfaldlega að segja fyrir um slæmar afleiðingar syndarinnar. Guð ætlast til að menn elski og virði konu sína og að þeir beri virðingu fyrir konum almennt. – Efesusbréfið 5:25; 1. Pétursbréf 3:7.

Ranghugmynd: Synd Adams og Evu fólst í kynmökum.

Staðreynd: Synd þeirra gat ekki verið fólgin í kynmökum af eftirfarandi ástæðum:

  • Guð gaf Adam fyrirmæli um að borða ekki af skilningstré góðs og ills þegar Adam var enn einn, án eiginkonu. – 1. Mósebók 2:17, 18.

  • Guð sagði Adam og Evu að ,vera frjósöm og fjölga sér‘ – það er að segja að eignast börn. (1. Mósebók 1:28) Það hefði verið grimmt af Guði að refsa fyrstu hjónunum fyrir að gera það sem hann hafði sagt þeim að gera.

  • Adam og Eva syndguðu hvort í sínu lagi – fyrst Eva og svo eiginmaður hennar seinna. – 1. Mósebók 3:6.

  • Biblían leyfir kynmök milli hjóna. – Orðskviðirnir 5:18, 19; 1. Korintubréf 7:3.

a Synd Adams og Evu er ekki fyrsta syndin sem var framin. Fyrsta syndin sem sagt er frá í Biblíunni er blekkjandi tal Satans þegar hann laug að Evu. – 1. Mósebók 3:4, 5; Jóhannes 8:44.

b Í Biblíunni á orðið „synd“ ekki aðeins við um ranga breytni heldur líka ófullkomið, eða syndugt, ástand sem við höfum fengið í arf.

c Hægt er að lesa meira um fórn Jesú og hvernig við getum notið góðs af henni í greininni „Hvernig frelsar Jesús?“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila