Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g95 8.10. bls. 9-11
  • Hamingjutímar rétt framundan!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hamingjutímar rétt framundan!
  • Vaknið! – 1995
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • BLESSUN UNDIR GUÐSRÍKI
  • ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GERA
  • Paradís á jörð
    Andar hinna dánu — geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru?
  • Hvað ber framtíðin í skauti sér?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Eftir Harmagedón verður paradís á jörð
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Lifðu að eilífu á jarðneskri paradís
    Hver er tilgangur lífsins?
Sjá meira
Vaknið! – 1995
g95 8.10. bls. 9-11

Hamingjutímar rétt framundan!

AÐ SÖGN Biblíunnar ætlaði Guð mannkyninu að lifa að eilífu í paradís sem átti að ná um alla jörðina. (1. Mósebók 1:28; 2:8, 9) Við höfum greinilega kúvent frá upphaflegum tilgangi Guðs. Hvað gerðist?

Fyrstu mannhjónin óhlýðnuðust Guði. Það hafði í för með sér ófullkomleika og dauða fyrir þau og alla afkomendur þeirra. (1. Mósebók 2:16, 17; 3:6, 7, 17-19; Rómverjabréfið 6:23) Biblían útskýrir: „Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir syndina, og þannig er dauðinn runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað.“ — Rómverjabréfið 5:12.

Þrátt fyrir þetta ástand er upphaflegur tilgangur Guðs óbreyttur. „Því eins og regn og snjór fellur af himni ofan og hverfur eigi þangað aftur, fyrr en það hefir vökvað jörðina, gjört hana frjósama og gróandi og gefið sáðmanninum sæði og brauð þeim er eta, eins er því farið með mitt orð, það er útgengur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín . . . fyrr en það hefir . . . komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma.“ (Jesaja 55:10, 11) Hvað hefur Guð lofað að gera fyrir okkur?

BLESSUN UNDIR GUÐSRÍKI

Elíft líf

„Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ — Sálmur 37:29.

„Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ — Opinberunarbókin 21:4.

Öryggi

„Innan stundar eru engir guðlausir til framar, þegar þú gefur gætur að stað þeirra, eru þeir horfnir.“ — Sálmur 37:10.

Ánægjuleg vinna

„Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta, því að aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna, og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna.“ — Jesaja 65:21, 22.

Heilbrigði

„Enginn borgarbúi mun segja: „Ég er sjúkur.“ Fólkið, sem þar býr, hefir fengið fyrirgefning misgjörða sinna.“ — Jesaja 33:24.

Engin fötlun

„Þá munu augu hinna blindu upp lúkast og opnast eyru hinna daufu. Þá mun hinn halti létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi.“ — Jesaja 35:5, 6.

Nægur matur

„Gnóttir korns munu vera í landinu, á fjallatindunum.“ — Sálmur 72:16.

Friður

„Komið, skoðið dáðir [Jehóva], hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu. Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar.“ — Sálmur 46:9, 10.

ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GERA

Hvað þarftu að gera til að njóta þessarar blessunar sem Guð hefur lofað? Biblían svarar því í Jóhannesi 17:3: „En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ Já, með því að kynnast Guði — nafni hans, tilgangi og lögum — getum við tekið rétta stefnu. Og með því að kynnast Jesú — lífi hans á jörðinni, lausnarfórn hans fyrir syndir okkar, stöðu hans sem konungur Guðsríkis — getum við treyst að tilgangur Guðs nái fram að ganga.

Með því að umbera vonskuna hefur Guð sýnt fram á, svo ekki verður um villst, að maðurinn getur ekki stýrt skrefum sínum hjálparlaust frekar en ferðamaður á ókunnum slóðum. (Jeremía 10:23) Maðurinn hefur reynt allar hugsanlegar leiðir með því að prófa fyrir sér með alls konar stjórnarformi — allt frá einræði til lýðræðis — en með takmörkuðum árangri þegar best lætur.

Við getum sannarlega verið þakklát að ríki Guðs skuli vera svar við bæninni sem milljónir manna hafa beðið: „Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ (Matteus 6:10) Innan skamms, þegar ríki Guðs hefur rutt öllum mannastjórnum úr vegi, fá menn að njóta blessunar þess. Biblían lofar: „Á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu.“ — Daníel 2:44.

Það verður stórkostlegur tími! Þekking á Biblíunni getur svo sannarlega veitt okkur von. Við lifum vissulega erfiða tíma — og þeir versna stöðugt. En það sannar bara að við lifum á síðustu dögum þessa illa heimskerfis. Bráðlega — undir stjórn Guðsríkis — munu bestu tímar sögunnar taka við af þeim verstu!

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila