Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g95 8.10. bls. 31
  • „Efnahagshörmungar“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Efnahagshörmungar“
  • Vaknið! – 1995
  • Svipað efni
  • Hvers vegna átti helförin gegn Gyðingum sér stað? Hvers vegna kom Guð ekki í veg fyrir hana?
    Biblíuspurningar og svör
  • Vottar Jehóva og helförin – hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Úr ýmsum áttum
    Vaknið! – 2014
  • Tímarnir eru breyttir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
Sjá meira
Vaknið! – 1995
g95 8.10. bls. 31

„Efnahagshörmungar“

EFTIR FRÉTTARITARA VAKNIÐ! Í NÍGERÍU

Í SKÝRSLU Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir að „efnahagshörmungar“ séu að ganga yfir löndin suður af Sahara í Afríku. Næstum helmingur íbúa þar — um 220 milljónir manna — býr við algera örbirgð og er ófær um að fullnægja brýnustu frum­þörfum. Meðalmaðurinn er 20 prósentum fátækari en hann var fyrir áratug.

„Á sviði menntunar,“ segir skýrslan, „er ekki hægt að kalla níunda áratuginn annað en glataða áratuginn.“ Útgjöld á hvern nemanda lækkuðu um þriðjung og aðeins 67 af hundraði innrituðust í grunnskóla í stað 79 af hundraði áður. Heilbrigðisþjónustan er líka á undanhaldi í mörgum Afríkulöndum þar sem margar heilsugæslustöðvar loka sökum skorts á starfsfólki og lyfjum.

Skýrslan tilgreinir nokkrar orsakir fyrir efnahags­kreppu álfunnar, meðal annars hernaðarútgjöld, minnkandi viðskipti og gífurlegar skuldir sem sérfræðingar segja að sé aldrei hægt að greiða. „Afríka nær sér aldrei,“ segir í skýrslu UNICEF, „nema til komi umfangsmeiri alþjóðleg aðstoð en áður hefur þekkst.“

Eru líkur á að til hennar komi? Biblían er raunsæ er hún segir: „Treyst­ið eigi tignarmennum, mönnum sem enga hjálp geta veitt.“ (Sálmur 146:3) Lausnin á hinum djúptæku vandamálum Afríku er ekki í höndum mennskra stjórnvalda. Það er ríki Guðs sem veita mun varanlega lausn — ekki bara fyrir Afríku heldur allan heiminn. — Matteus 6:10.

[Rétthafi myndar á blaðsíðu 31]

WHO/OXFAM

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila