„Efnahagshörmungar“
EFTIR FRÉTTARITARA VAKNIÐ! Í NÍGERÍU
Í SKÝRSLU Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir að „efnahagshörmungar“ séu að ganga yfir löndin suður af Sahara í Afríku. Næstum helmingur íbúa þar — um 220 milljónir manna — býr við algera örbirgð og er ófær um að fullnægja brýnustu frumþörfum. Meðalmaðurinn er 20 prósentum fátækari en hann var fyrir áratug.
„Á sviði menntunar,“ segir skýrslan, „er ekki hægt að kalla níunda áratuginn annað en glataða áratuginn.“ Útgjöld á hvern nemanda lækkuðu um þriðjung og aðeins 67 af hundraði innrituðust í grunnskóla í stað 79 af hundraði áður. Heilbrigðisþjónustan er líka á undanhaldi í mörgum Afríkulöndum þar sem margar heilsugæslustöðvar loka sökum skorts á starfsfólki og lyfjum.
Skýrslan tilgreinir nokkrar orsakir fyrir efnahagskreppu álfunnar, meðal annars hernaðarútgjöld, minnkandi viðskipti og gífurlegar skuldir sem sérfræðingar segja að sé aldrei hægt að greiða. „Afríka nær sér aldrei,“ segir í skýrslu UNICEF, „nema til komi umfangsmeiri alþjóðleg aðstoð en áður hefur þekkst.“
Eru líkur á að til hennar komi? Biblían er raunsæ er hún segir: „Treystið eigi tignarmennum, mönnum sem enga hjálp geta veitt.“ (Sálmur 146:3) Lausnin á hinum djúptæku vandamálum Afríku er ekki í höndum mennskra stjórnvalda. Það er ríki Guðs sem veita mun varanlega lausn — ekki bara fyrir Afríku heldur allan heiminn. — Matteus 6:10.
[Rétthafi myndar á blaðsíðu 31]
WHO/OXFAM