Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 1.12 bls. 24
  • Tennur ígulkersins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tennur ígulkersins
  • Vaknið! – 2012
  • Svipað efni
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2012
  • Ætti ég að fara til tannlæknis?
    Vaknið! – 2007
  • Tennur mararhettunnar
    Býr hönnun að baki?
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2003
Vaknið! – 2012
g 1.12 bls. 24

Býr hönnun að baki?

Tennur ígulkersins

● Ígulker eru með fimm tennur sem þau nota meðal annars til að hola stein og búa sér til felustað. Tennurnar haldast beittar þótt þær séu notaðar til að skrapa og mylja stein. „Það er meira en sagt verður um þær skurð- og slípivélar sem við þekkjum og notum,“ segir Pupa Gilbert, prófessor í eðlisfræði við Wisconsin-Madison-háskóla í Bandaríkjunum. Hvernig fer ígulkerið að því að brýna tennurnar?

Hugleiddu þetta: Tennur ígulkersins eru gerðar úr samlímdum kristöllum. Á vissum stöðum í tönnunum eru brotalínur gerðar úr veikara lífrænu efni, ekki ósvipað og rifgötun á pappír. Þegar tennurnar slitna flagnar slitna lagið auðveldlega af og ný og beitt skurðbrún tekur við. Tennurnar sljóvgast aldrei vegna þess að þær vaxa jafnt og þétt í annan endann og brýnast í hinn endann. Að sögn Gilberts eru tennur ígulkersins „eitt af fáum fyrirbærum í náttúrunni sem brýna sig sjálf“.

Verkfærahönnuðir gætu hugsanlega notfært sér þessa vitneskju. Fræðilega séð ætti að vera hægt að smíða sjálfbrýnandi verkfæri. „Lausnin er fólgin í aðferð ígulkersins,“ segir Gilbert.

Hvað heldurðu? Urðu sjálfbrýnandi tennur ígulkersins til af sjálfu sér? Eða voru þær hannaðar?

[Skýringarmynd á bls. 24]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

Tönnin vex

Kalkplata

Tönnin brýnist

[Mynd á bls. 24]

Ígulker

[Mynd á bls. 24]

Fimm tennur

[Rétthafi myndar á bls. 24]

Báðar myndir: Með góðfúslegu leyfi Pupa Gilbert/​University of Wisconsin-Madison

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila