Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwwd grein 10
  • Tennur mararhettunnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tennur mararhettunnar
  • Býr hönnun að baki?
  • Svipað efni
  • Ætti ég að fara til tannlæknis?
    Vaknið! – 2007
  • Tennur ígulkersins
    Vaknið! – 2012
Býr hönnun að baki?
ijwwd grein 10
Mararhetta.

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Tennur mararhettunnar

Mararhettan er sjávarskeldýr með hettulaga skel og óvenju sterkar tennur. Þær eru gerðar úr þunnum trefjum úr hörðu steinefni sem nefnist goetít og þekur mýkri undirstöðu úr próteini.

Hugleiddu þetta: Rasp-tunga mararhettunnar er þakin röðum sveigðra tanna. Hver tönn er minna en millimetri að lengd og saman virka þær sem þjöl. Hver tönn þarf að vera gríðarlega sterk og hörð svo að hún geti skrapað þara af klettum þegar dýrið nærir sig.

Vísindamenn notuðu frumeindakraftsjá til að mæla togkraftinn sem tönnin stenst áður en hún brotnar. Þeir komust að því að togstyrkur hennar er sá mesti sem mælst hefur í lífrænu efni. Tönnin er jafnvel sterkari en silki köngulóarinnar. „Við ættum að hugleiða að gera okkar byggingar og tæki með sömu aðferðum,“ segir sá sem leiddi rannsóknina.

Vísindamenn álíta að með eftirlíkingu á tönn mararhettunnar með efnasmíði væri hægt að búa til bíla, skip, flugvélar og jafnvel smíða tennur.

Hvað heldur þú? Þróuðust hinar undraverðu tennur mararhettunnar? Eða býr hönnun að baki?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila