Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g19 Nr. 2 bls. 4-5
  • Kostir þess að læra sjálfstjórn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kostir þess að læra sjálfstjórn
  • Vaknið! – 2019
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • HVAÐ ER SJÁLFSTJÓRN?
  • HVERS VEGNA ER SJÁLFSTJÓRN MIKILVÆG?
  • HVERNIG ER HÆGT AÐ KENNA SJÁLFSTJÓRN?
  • Ræktaðu ávöxt andans — sjálfstjórn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Temdu þér sjálfstjórn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Iðkum sjálfstjórn og hljótum launin
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Sjálfstjórn — hvers vegna svona þýðingarmikil?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
Sjá meira
Vaknið! – 2019
g19 Nr. 2 bls. 4-5
Lítill strákur reynir að ná sér í nammi í búðinni en mamma segir nei.

1. LÆRDÓMUR

Kostir þess að læra sjálfstjórn

HVAÐ ER SJÁLFSTJÓRN?

Sjálfstjórn er að geta ...

  • beðið með að fullnægja löngunum sínum.

  • stjórnað eigin hvötum.

  • klárað leiðinleg verkefni.

  • tekið aðra fram yfir sjálfan sig.

HVERS VEGNA ER SJÁLFSTJÓRN MIKILVÆG?

Börn sem hafa góða sjálfstjórn geta neitað sér um eitthvað þó að þeim finnist það freistandi. Aftur á móti eru börn sem skortir sjálfstjórn líklegri til að ...

  • sýna af sér árásargirni.

  • þjást af þunglyndi.

  • reykja, neyta fíkniefna eða misnota áfengi.

  • venja sig á slæmt mataræði.

Könnun ein leiddi í ljós að þeir sem hafa tamið sér sjálfstjórn á barnsaldri glími síður við heilsuvandamál eða fjárhagserfiðleika og komist síður í kast við lögin en þeir sem skortir sjálfsstjórn. Angela Duckworth, prófessor við háskólann í Pennsylvaníu, sagði í kjölfar könnunarinnar: „Kannski er ekkert sem heitir að hafa ,of mikla‘ sjálfstjórn.“

HVERNIG ER HÆGT AÐ KENNA SJÁLFSTJÓRN?

Lærðu að segja nei og standa við það.

MEGINREGLA: „Þegar þér talið sé já yðar já og nei sé nei.“ – Matteus 5:37.

Börn gætu látið reyna á ákvörðun foreldra sinna með frekjukasti – jafnvel á almannafæri. Ef foreldrið gefur eftir lærir barnið að frekjuköst séu áhrifarík leið til að breyta neii í já.

En ef foreldrið segir nei og stendur við það lærir barnið að við getum ekki alltaf fengið það sem við viljum. „Þó að það hljómi einkennilega virðist vera að fólk sem lærir þetta sé hvað ánægðast,“ segir dr. David Walsh. „Við gerum börnum okkar ekki greiða með því að kenna þeim að heimurinn veiti þeim alltaf á silfurfati allt sem þau vilja.“a

Ef þú neitar barninu þínu um eitthvað núna auðveldarðu því að neita sjálfu sér um eitthvað síðar á ævinni – til dæmis fíkniefni, að hafa kynmök fyrir hjónaband eða taka þátt í einhverju öðru sem gæti skaðað það eða aðra.

Hjálpaðu börnunum að skilja að bæði góð og slæm hegðun hefur afleiðingar.

MEGINREGLA: „Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.“ – Galatabréfið 6:7.

Barnið þitt þarf að skilja að gerðir þess hafa afleiðingar og að skortur á sjálfstjórn hafi slæmar afleiðingar. Tökum dæmi: Ef sonur þinn missir oft stjórn á sér þegar hann kemst í uppnám gætu aðrir forðast hann. Ef hann temur sér aftur á móti að sýna sjálfstjórn þegar honum er ögrað – eða bíða þolinmóður í stað þess að grípa fram í – laðast fólk að honum. Kenndu barninu að það er líklegra til að njóta velgengni ef það lærir að sýna sjálfstjórn.

Kenndu barninu að forgangsraða.

MEGINREGLA: „Metið þá hluti rétt sem máli skipta.“ – Filippíbréfið 1:10.

Sjálfstjórn felur ekki bara í sér að halda aftur af sér að gera eitthvað rangt heldur líka að gera það sem þarf, jafnvel þegar það er ekki sérstaklega spennandi eða skemmtilegt. Það er mikilvægt fyrir barnið að læra að meta hvað skipti mestu máli og að sinna því fyrst. Til dæmis ætti það að læra heima áður en það leikur sér.

Vertu góð fyrirmynd.

MEGINREGLA: „Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.“ – Jóhannes 13:15.

Barnið tekur eftir hvernig þú bregst við gremjulegum aðstæðum. Sýndu með fordæmi þínu að sjálfstjórn borgar sig. Hvernig bregst þú til dæmis við þegar barnið þitt reynir á þolinmæði þína? Reiðistu eða heldurðu rónni?

a Úr bókinni No: Why Kids – of All Ages – Need to Hear It and Ways Parents Can Say It.

Lítill strákur reynir að ná sér í nammi í búðinni en mamma segir nei.

ÞJÁLFAÐU BARNIÐ NÚNA

Ef þú neitar barninu þínu um eitthvað núna auðveldarðu því að neita sjálfu sér um eitthvað síðar á ævinni – til dæmis fíkniefni eða að taka þátt í einhverju öðru sem gæti skaðað það eða aðra.

Kenndu með fordæmi

  • Sér barnið mig vinna úr aðstæðum sem valda gremju án þess að ég missi stjórn á skapinu?

  • Hef ég útskýrt fyrir barninu hvers vegna ég reyni að halda rónni þegar ég tekst á við vandamál?

  • Myndi barnið mitt segja að ég væri hvatvís og skapbráður eða agaður og yfirvegaður?

Þetta gerðum við

„Þó að dóttir okkar mætti vera pirruð eða reið mátti hún ekki láta það bitna á öðrum. Ef hún gat ekki haft stjórn á sér fékk hún ekki að vera innan um aðra fyrr en hún hafði róast.“ – Theresa.

„Við hjónin gerðum okkur far um að láta börnin vita þegar við vorum stolt af þeim. Við hrósuðum þeim þegar þau létu erfiðleika ekki koma sér úr jafnvægi eða þegar þau héldu ró sinni og sýndu sjálfstjórn.“ – Wayne.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila