Kynning
Allir verða fyrir einhverjum þjáningum. Við þjáumst kannski vegna veikinda, slysa, náttúruhamfara eða ofbeldis.
Fólk veltir fyrir sér hvers vegna það þjáist.
Sumir kenna örlögum um þjáningarnar eða telja að minnsta kosti að við höfum ekki mikla stjórn á því sem hendir okkur.
Aðrir trúa á karma og segja að þjáningar okkar séu vegna þess að við gerðum eitthvað slæmt fyrr á ævinni eða í fyrra lífi.
Hörmulegir atburðir skilja fólk oft eftir með fleiri spurningar en svör.