Hverju trúa sumir?
Hindúar
líta á þjáningar sem afleiðingar þess sem maður gerir, annaðhvort í þessu lífi eða fyrra lífi. Einstaklingur getur öðlast moksha – frelsun undan hringrás endurfæðinga – með því að ná hugarástandi sem er laust við hið veraldlega.
Múslímar
líta á þjáningar bæði sem refsingu fyrir syndir og trúarprófraun. Þjáningar eru áminning um „að vera Guði þakklát fyrir þá blessun sem við hljótum og að vera meðvituð um að við þurfum að styðja þá sem eru hjálparþurfi“, segir dr. Sayyid Syeed, forseti samtaka íslams í Norður-Ameríku.
Erfðavenjur Gyðinga
halda því fram að þjáningar komi af okkar eigin gerðum. Sumir Gyðingar segja að það verði upprisa og að eftir hana njóti þeir réttlætis sem þjáðust saklausir. Dulræn gyðingatrú kennir að fólk endurholdgist, en það gefur fólki síendurtekin tækifæri til að bæta fyrir mistök sín.
Búddistar
trúa að maður upplifi þjáningar í gegnum mörg líf. Þeir trúa á hringrás endurfæðinga sem heldur áfram þangað til maður hættir að hegða sér á neikvæðan hátt og að hafa neikvæðar tilfinningar og langanir. Maður getur öðlast nirvana – ástand þar sem engar þjáningar eru til – með því að sýna visku, dyggð og sjálfsaga.
Konfúsismi
rekur flestar þjáningar til „mannlegra mistaka“, segir í A Dictionary of Comparative Religion. Kenning Konfúsíusar er sú að þó að maður geti dregið úr þjáningum með því að lifa dyggðugu lífi stafa margar þjáningar okkar af „andaverum sem eru máttugri en mennirnir. Í þeim tilfellum verður maður að taka hlutskipti sínu af æðruleysi.“
Sum ættflokkatrúarbrögð
rekja þjáningar til galdra. Samkvæmt þessum trúarkenningum geta nornir fært lukku eða valdið hörmungum og hægt er að milda áhrif þeirra með ýmsum helgisiðum. Siðir og meðöl galdralækna eru því talin vinna á móti aðgerðum nornanna þegar einhver þjáist af veikindum.
Kristnir menn
rekja þjáningar til syndar fyrstu mannanna, Adams og Evu, eins og sagt er frá í 1. Mósebók. En mörg kirkjufélög hafa bætt sínum eigin hugmyndum við þessa kenningu. Til dæmis segja sumir kaþólikkar að maður geti fært Guði þjáningar sínar að fórn til að biðja hann um að blessa kirkjuna eða að taka við þjáningunum til að frelsa einhvern annan.
VILTU VITA MEIRA?
Horfðu á myndbandið Viðurkennir Guð hvaða trúarbrögð sem er? á jw.org.