2. Eru þjáningar okkar sjálfum okkur að kenna?
Hvers vegna er mikilvægt að vita það?
Ef svo er ættum við að hafa það í hendi okkar að draga úr þjáningum.
Til umhugsunar
Að hve miklu leyti eiga mennirnir sök á eftirfarandi ástæðum þess að fólk þjáist?
Ofbeldi.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að fjórði hver fullorðinn einstaklingur hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma sem barn og að þriðja hver kona verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (eða hvoru tveggja) einhvern tíma á ævinni.
Ástvinamissir.
„Talið er að 477.000 morð hafi verið framin í heiminum árið 2016,“ segir í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 2018. Og þar eru ekki meðtaldir þeir 180.000 sem talið er að hafi fallið í stríðum og átökum á því ári.
Heilsufarsvandamál.
Í grein í tímaritinu National Geographic skrifar Fran Smith: „Meira en milljarður manna reykir og tóbak er bendlað við fimm helstu dánarorsakirnar: hjartasjúkdóma, heilablóðfall, sýkingar í öndunarfærum, langvinna lungnateppu og lungnakrabbamein.“
Félagslegt misrétti.
Sálfræðingurinn Jay Watts segir: „Fátækt, stéttamisrétti, fordómar vegna kynþáttar eða kynferðis, samfélag sem ýtir undir samkeppnisanda og að þurfa að vera á flótta eykur allt líkurnar á andlegum kvillum.“
VILTU VITA MEIRA?
Horfðu á myndbandið Hvers vegna skapaði Guð jörðina? á jw.org.
Hvað segir Biblían?
Mennirnir eiga stóran þátt í þjáningum fólks.
Margar þjáningar eru af völdum stjórna sem kúga fólkið sem þær segjast þjóna og gera því lífið erfitt.
„Einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ – PRÉDIKARINN 8:9.
Hægt er að draga úr þjáningum.
Meginreglur Biblíunnar stuðla að betri heilsu og friðsamlegum samskiptum við aðra.
„Hugarró er líkamanum líf en öfund er eitur í beinum hans.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 14:30.
„Losið ykkur við hvers kyns biturð, reiði, bræði, öskur og svívirðingar, og allt annað skaðlegt.“ – EFESUSBRÉFIÐ 4:31.