Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 19
  • Jakob á stóra fjölskyldu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jakob á stóra fjölskyldu
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Jakob fer til Harran
    Biblíusögubókin mín
  • Jakob og Esaú verða aftur vinir
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • 1. Mósebók – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblíusögubókin mín
my saga 19

KAFLI 19

Jakob á stóra fjölskyldu

LÍTTU á þessa stóru fjölskyldu. Þetta eru Jakob og synir hans tólf. Og hann átti einnig dætur. Veistu hvað einhver af börnunum heita? Við skulum læra nöfnin á nokkrum þeirra.

Lea fæddi Rúben, Símeon, Leví og Júda. Þegar Rakel eignaðist engin börn varð hún mjög leið. Þess vegna gaf hún Jakobi þjónustustúlkuna sína, Bílu, og Bíla eignaðist tvo syni sem nefndir voru Dan og Naftalí. Þá gaf Lea Jakobi einnig sína þjónustustúlku, Silpu, og Silpa fæddi Gað og Asser. Að lokum eignaðist Lea tvo syni til viðbótar, Íssakar og Sebúlon.

Loksins eignaðist Rakel barn, drenginn Jósef. Seinna munum við læra miklu meira um Jósef af því að hann varð mjög mikilvægur maður. Þetta eru þeir 11 synir Jakobs sem fæddust meðan hann bjó hjá Laban, föður Rakelar.

Jakob átti einnig nokkrar dætur en Biblían nefnir aðeins eina þeirra með nafni. Hún hét Dína.

Loks kom að því að Jakob ákvað að yfirgefa Laban og snúa aftur til Kanaanlands. Hann safnaði saman sinni stóru fjölskyldu og sínum mikla fjárhóp og nautgripahjörð og hóf hina löngu ferð.

Þegar Jakob og fjölskylda hans voru komin til Kanaanlands og höfðu dvalið þar um hríð fæddi Rakel annan son. Það gerðist á meðan þau voru á ferðalagi. Fæðingin var mjög erfið fyrir Rakel og hún dó þegar drengurinn var fæddur. En hann var alveg heilbrigður. Jakob nefndi hann Benjamín.

Við skulum reyna að muna nöfnin á 12 sonum Jakobs af því að frá þeim kom öll Ísraelsþjóðin. Meira að segja eru hinar 12 ættkvíslir Ísraels nefndar eftir 10 sonum Jakobs og tveim sonum Jósefs. Ísak lifði í mörg ár eftir að allir þessir drengir fæddust og það hlýtur að hafa glatt hann mjög að eignast svona mörg barnabörn. En sjáum nú hvað kom fyrir sonardóttur hans, hana Dínu.

1. Mósebók 29:32-35; 30:1-26; 35:16-19; 37:35.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila