Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 95
  • Kennsluaðferð Jesú

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kennsluaðferð Jesú
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Kennsla í góðvild
    Lærum af kennaranum mikla
  • Hvað merkir að vera „miskunnsamur Samverji“?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hjálpfús Samverji
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Jesús kennir samverskri konu
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 95

KAFLI 95

Kennsluaðferð Jesú

DAG einn segir Jesús manni að hann eigi að elska náunga sinn. Maðurinn spyr Jesú: ‚Hver er náungi minn?‘ Jesús veit vel hvað maðurinn er að hugsa. Maðurinn heldur að aðeins þeir sem tilheyra hans eigin kynþætti eða trúarbrögðum séu náungar hans. Nú skulum við heyra hvað Jesús segir við hann.

Stundum kennir Jesús með því að segja sögu. Það gerir hann núna. Hann segir sögu um Gyðing og Samverja. Við höfum þegar lært að flestum Gyðingum geðjast ekki að Samverjum. Hér kemur sagan sem Jesús segir:

Dag nokkurn var Gyðingur á ferð eftir fjallvegi á leið til Jeríkó. Þá réðust ræningjar á hann. Þeir tóku peningana hans, misþyrmdu honum og skildu hann eftir nær dauða en lífi.

Þá kom Gyðingaprestur eftir veginum. Hann sá slasaða manninn. Hvað heldurðu að hann hafi gert? Hann færði sig bara yfir á hinn vegarkantinn og hélt áfram. Síðan átti annar mjög guðhræddur maður leið fram hjá. Hann var levíti. Stansaði hann? Nei, hann stansaði ekki heldur til að hjálpa slasaða manninum. Þú sérð prestinn og levítann í fjarlægð ganga niður veginn.

En sjáðu hver er þarna hjá manninum sem var misþyrmt. Það er Samverji. Og hann hjálpar Gyðingnum. Hann er að binda um sárin. Að því búnu fer hann með Gyðinginn á stað þar sem hann getur hvílst og látið sér batna.

Þegar Jesús hefur lokið sögunni segir hann við manninn sem bar fram spurninguna: ‚Hver af þessum þrem sýnist þér hafa reynst náungi mannsins sem misþyrmt var? Var það presturinn, levítinn eða Samverjinn?‘

Maðurinn svarar: ‚Samverjinn. Hann sýndi góðvild manninum sem misþyrmt var.‘

Jesús segir: ‚Það er rétt hjá þér. Farðu því og komdu fram við aðra eins og hann gerði.‘

Líkar þér ekki vel við kennsluaðferð Jesú? Finnst þér ekki að við getum lært mjög margt mikilvægt ef við hlustum á það sem Jesús segir okkur í Biblíunni?

Lúkas 10:25-37.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila