Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 116
  • Hvernig fáum við eilíft líf?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig fáum við eilíft líf?
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Þú getur búið í friðsælum nýjum heimi Guðs
    Lærum af kennaranum mikla
  • Hvernig er hægt að fá eilíft líf?
    Biblíuspurningar og svör
  • Við getum lifað að eilífu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Eilíft líf er ekki bara draumur
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 116

KAFLI 116

Hvernig fáum við eilíft líf?

SÉRÐU hvað litla stúlkan og vinir hennar eru að lesa? Já, sömu bókina og þú ert að lesa — Biblíusögubókina mína. Og þau eru að lesa sömu söguna og þú lest núna — „Hvernig fáum við eilíft líf?“

Veistu hvað þau læra? Í fyrsta lagi að við verðum að þekkja Jehóva og son hans, Jesú, til þess að öðlast eilíft líf. Biblían segir: ‚Lærið um hinn eina sanna Guð og soninn, sem hann sendi til jarðarinnar, Jesú Krist. Það er leiðin til eilífs lífs.‘

Hvernig getum við lært um Jehóva Guð og son hans, Jesú? Til dæmis með því að lesa Biblíusögubókina mína frá upphafi til enda. Finnst þér hún ekki segja okkur mjög margt um Jehóva og Jesú? Hún segir okkur líka mjög mikið um það sem þeir hafa gert og það sem þeir ætla að gera. En við verðum að gera meira en aðeins lesa þessa bók.

Sérðu hina bókina sem liggur á gólfinu? Það er Biblían. Fáðu einhvern til að lesa upphátt fyrir þig þá staði í Biblíunni sem sögurnar í þessari bók eru sóttar í. Biblían gefur okkur allar þær upplýsingar sem við þurfum til að geta öll þjónað Jehóva á réttan hátt og öðlast eilíft líf. Við ættum þess vegna að venja okkur á að lesa oft í Biblíunni, helst daglega.

En það eitt að læra um Jehóva Guð og Jesú Krist er ekki nóg. Við gætum vitað heilmikið um þá og það sem þeir kenna en samt ekki öðlast eilíft líf. Veistu hvað þarf að gera meira?

Við verðum líka að lifa í samræmi við það sem við lærum. Manstu eftir Júdasi Ískaríot? Hann var einn postulanna 12 sem Jesús valdi sér. Júdas vissi mjög mikið um Jehóva og Jesú. En hvað kom fyrir hann? Hann varð smám saman eigingjarn og sveik Jesú í hendur óvina hans fyrir 30 silfurpeninga. Júdas mun þess vegna ekki öðlast eilíft líf.

Manstu eftir Gehasí, manninum sem við lásum um í 69. sögunni? Hann vildi eignast föt og peninga sem hann hafði ekki rétt á að fá. Hann laug til að fá þetta. En Jehóva refsaði honum. Og hann mun einnig refsa okkur ef við hlýðum ekki lögum hans.

Margt gott fólk hefur þjónað Jehóva allt sitt líf. Finnst þér ekki að við ættum að líkjast því? Samúel litli er gott fordæmi. Þú manst að við lærðum í 55. sögunni að hann var aðeins fjögurra eða fimm ára þegar hann byrjaði að þjóna Jehóva í samfundatjaldi hans. Þess vegna er alveg sama hve ung við erum, við erum aldrei of ung til að þjóna Jehóva.

Auðvitað viljum við öll helst líkjast Jesú Kristi. Jafnvel þegar hann var aðeins drengur var hann í musterinu að tala við aðra um himneskan föður sinn. Við lásum um það í 87. sögunni. Við skulum fylgja fordæmi hans og segja eins mörgu fólki og við getum frá hinum dásamlega Guði okkar, Jehóva, og syni hans, Jesú Kristi. Ef við gerum allt þetta munum við geta öðlast eilíft líf í hinni nýju paradís Guðs á jörðinni.

Jóhannes 17:3; Sálmur 145:1-21.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila