Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • be bls. 39-bls. 42
  • Að semja uppkast

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að semja uppkast
  • Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Að sundurliða, velja og raða niður
  • Áhersla á ræðustef og aðalatriði
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Aðalatriðin dregin fram
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Aðalatriðin dregin fram
    Leggðu þig fram við að lesa og kenna
  • Að semja ræður ætlaðar almenningi
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
be bls. 39-bls. 42

Að semja uppkast

MARGIR skrifa ræður sínar vandvirknislega orð fyrir orð, allt frá inngangi til niðurlags. Áður en ræðan er fullgerð hafa mörg uppköst lent í ruslakörfunni og margar klukkustundir farið í verkið.

Semur þú ræður með þessum hætti? Langar þig til að læra auðveldari aðferð? Ef þú lærir að semja uppkast eða minnispunkta þarftu ekki að skrifa ræðuna orð fyrir orð, og þá geturðu líka gefið þér meiri tíma til að æfa sjálfan flutninginn. Bæði verður auðveldara fyrir þig að flytja ræðuna og hún verður líka áheyrilegri og meira hvetjandi.

Látið er í té prentað frumuppkast að opinberum fyrirlestrum safnaðarins, en í flestum öðrum tilfellum þarf ræðumaður sjálfur að semja uppkastið. Vera má að þér sé einungis úthlutað viðfangsefni eða ákveðnu stefi, eða þá falið að semja ræðu með hliðsjón af vissu efni sem birst hefur á prenti. Í sumum tilvikum er aðeins gefin stutt ræðulýsing. Í öllum þessum tilfellum þarf að semja uppkast eða minnispunkta að ræðunni.

Mynd á blaðsíðu 41

Á blaðsíðu 41 er sýnishorn af stuttu uppkasti sem gefur góða hugmynd um hvernig niðurröðunin gæti verið. Eins og þú sérð er hvert aðalatriði skrifað með upphafsstöfum næst spássíunni vinstra megin. Undir hverju aðalatriði koma síðan punktar sem styðja það. Þar fyrir neðan koma fleiri punktar þar sem unnið er nánar úr aðalatriðunum, og þeir eru inndregnir um nokkur bil frá spássíunni. Skoðaðu þetta uppkast vandlega. Þú sérð að aðalatriðin tvö eru nátengd stefinu og stuðningspunktarnir eru meira en athyglisverð smáatriði því að hver um sig styður viðkomandi aðalatriði.

Uppkastið, sem þú semur, lítur sennilega ekki nákvæmlega eins út og þetta sýnishorn, en ef þú áttar þig á meginhugmyndinni áttu auðveldara með að setja efnið skipulega niður á blað og semja góða ræðu á hæfilega stuttum tíma. Hvernig áttu að bera þig að?

Að sundurliða, velja og raða niður

Í fyrsta lagi þarf ræðan að hafa stef, og stefið er ekki bara almennt viðfangsefni sem lýsa má með einu, merkingarvíðu orði. Stefið er sú meginhugmynd sem þú vilt koma á framfæri og lýsir því frá hvaða sjónarhorni þú ætlar að fjalla um efnið. Ef þér er úthlutað stefi skaltu brjóta hvert aðalorð til mergjar. Ef þú átt að vinna úr stefinu með hliðsjón af ákveðnu efni, sem birst hefur á prenti, skaltu lesa efnið vandlega með stefið í huga. Sé þér aðeins falið að fjalla um ákveðið viðfangsefni er það undir sjálfum þér komið að velja ræðunni stef. En áður en þú gerir það getur verið gott að gera ákveðna rannsóknar- og undirbúningsvinnu enda kvikna oft nýjar hugmyndir þegar maður er með hugann opinn.

Við þennan undirbúning er gott að spyrja sig hvers vegna þetta efni sé mikilvægt fyrir áheyrendur og hvaða markmiði ræðan eigi að þjóna. Markmiðið ætti ekki að vera það eitt að fara yfir efnið eða flytja líflega ræðu heldur að miðla áheyrendum einhverju gagnlegu. Skrifaðu markmiðið hjá þér þegar það skýrist og minntu þig síðan á það þegar þú undirbýrð þig.

Rannsóknir þínar og efnisleit verða markvissari þegar þú hefur glöggvað þig á markmiðinu og valið þér stef í samræmi við það (eða brotið til mergjar hvernig uppgefið stef samræmist markmiðinu). Vertu vakandi fyrir efni sem hefur sérstakt gildi fyrir áheyrendur. Þú ættir ekki að sætta þig við almennar upplýsingar heldur leita að ákveðnum atriðum sem eru bæði fræðandi og gagnleg. En stilltu rannsóknum og efnisleit í hóf. Í flestum tilfellum ertu fljótlega kominn með meira efni en þú getur notað, þannig að þú þarft að velja úr.

Komdu auga á aðalatriðin sem þú þarft að fjalla um til að vinna úr stefinu og ná markmiði þínu með ræðunni. Þá ertu kominn með rammann eða frumdrögin. Hve mörg eiga aðalatriðin að vera? Tvö ættu að nægja í stuttri ræðu og yfirleitt nægja fimm þó að ræðan sé klukkustundarlöng. Því færri sem þau eru, þeim mun líklegra er að áheyrendur muni eftir þeim.

Þegar stefið og aðalatriðin liggja fyrir geturðu komið reglu á það efni og þær heimildir sem þú hefur leitað uppi. Skoðaðu hvað tengist aðalatriðunum beinlínis og veldu svo efni sem gerir ræðuna ferska og hressandi. Við val á ritningarstöðum til að styðja aðalatriðin skaltu gefa gaum að hugmyndum sem bjóða upp á innihaldsrík rök og skýringar. Raðaðu efninu með þeim aðalatriðum þar sem það á heima. Ef eitthvað af efninu á ekki heima með neinu af aðalatriðunum skaltu leggja það til hliðar, jafnvel þótt það sé áhugavert, eða geyma það til síðari nota. Haltu aðeins því efni sem á best við. Ef þú reynir að fara yfir of mikið efni þarftu að tala of hratt og umfjöllunin verður yfirborðsleg. Það er betra að fjalla um fáein atriði sem hafa raunverulegt gildi fyrir áheyrendur og gera það vel. Farðu ekki fram yfir úthlutaðan tíma.

Ef þú ert ekki búinn að raða efninu í rökrétta röð er tímabært að gera það núna. Guðspjallamaðurinn Lúkas gerði það. Hann safnaði miklum upplýsingum og ritaði síðan „samfellda sögu.“ (Lúk. 1:3) Þú gætir raðað efninu í tímaröð eða efnisröð, hugsanlega frá orsök til afleiðingar eða öfugt eða frá vanda til lausnar, allt eftir því hvað best hentar til að ná markmiði ræðunnar. Hvergi ættu að vera snubbótt skil milli hugmynda heldur ætti að leiða áheyrendur þægilega frá einni hugmynd til annarrar. Það ættu hvergi að vera óbrúuð bil. Þær sannanir og þau rök, sem þú leggur fram, ættu að fá áheyrendur til að draga rökréttar ályktanir. Þegar þú ákveður efnisröðunina skaltu íhuga hvernig ræðan hljómi í eyrum annarra. Ætli þeir eigi auðvelt með að fylgja rökfærslunni? Skyldu þeir finna hvöt hjá sér til að fara eftir því sem þeir heyra, í samræmi við það markmið sem þú hefur sett þér?

Nú skaltu semja inngang sem vekur áhuga á efninu og sýnir áheyrendum fram á að þeir hafi gagn af því sem þú ætlar að fjalla um. Kannski ættirðu að skrifa fyrstu setningarnar orðrétt. Semdu síðan hvetjandi niðurlagsorð sem samræmast markmiði þínu.

Ef þú semur ræðuuppkastið nógu tímanlega hefurðu ráðrúm til að slípa það áður en þú flytur ræðuna. Kannski þarftu að bæta inn tölulegum upplýsingum, líkingu eða frásögu til að styðja ákveðnar hugmyndir í ræðunni. Atburðir líðandi stundar eða staðbundin mál geta auðveldað áheyrendum að koma auga á gildi efnisins. Þegar þú rennir yfir ræðuna kemurðu kannski auga á fleiri tækifæri til að laga efnið að áheyrendum. Þessi greining og slípun er nauðsynleg til að semja áhrifaríka ræðu úr góðu efni.

Misjafnt er hve ítarlegt uppkast ræðumenn þurfa að hafa. En ef þú raðar efninu niður eftir aðeins fáeinum aðalatriðum, kippir út öllu sem kemur þeim ekki beinlínis við og setur hugmyndir þínar fram í rökréttri röð kemstu að raun um að með svolítilli reynslu þarftu ekki að skrifa allt orðrétt niður. Það getur verið mikill tímasparnaður og ræðurnar verða betri fyrir vikið. Þá verður ljóst að þú nýtur góðs af þeirri menntun sem Boðunarskólinn veitir.

AÐ SEMJA UPPKAST

  • Komdu auga á gildi efnisins fyrir áheyrendur og það markmið sem þú vilt ná.

  • Gefðu þér stef eða brjóttu úthlutað stef til mergjar.

  • Taktu saman fræðandi og gagnlegt efni.

  • Komdu auga á aðalatriðin.

  • Raðaðu efninu niður og haltu aðeins því sem á best við.

  • Semdu inngang sem vekur áhuga.

  • Semdu hvetjandi niðurlag.

  • Farðu yfir ræðuna og slípaðu hana.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila