Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • be þjálfunarliður 28 bls. 179-bls. 180 gr. 7
  • Samtalsform

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Samtalsform
  • Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Svipað efni
  • Málfimi, samtalsform og framburður
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Að vera eðlilegur
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Samtalsform
    Leggðu þig fram við að lesa og kenna
  • Uppbyggjandi ráðleggingar
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
Sjá meira
Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
be þjálfunarliður 28 bls. 179-bls. 180 gr. 7

Námskafli 28

Samtalsform

Hvað þarftu að gera?

Vertu talmálslegur eins og í daglegum samræðum. Lagaðu stílinn þó að áheyrendum.

Hvers vegna er það mikilvægt?

Áheyrendur slaka á ef þú ert talmálslegur og eru móttækilegir fyrir því sem þú segir.

FÓLK er yfirleitt afslappað þegar það spjallar við vini. Það talar óundirbúið. Sumir eru líflegir en aðrir hæglátir og fremur dulir, en óháð því er fólk viðfelldið þegar það talar þannig.

Hins vegar er ekki við hæfi að hefja samræður við ókunnuga mjög kumpánlega eða óformlega. Í sumum menningarsamfélögum hefjast samræður við ókunnuga alltaf með mjög formlegum hætti. Eftir að viðeigandi kurteisisvenjur hafa verið haldnar í heiðri getur verið æskilegt að skipta yfir í óformlegra og samtalslegra mál.

Þú þarft sömuleiðis að sýna vissa aðgát þegar þú talar úr ræðustólnum. Sértu óformlegur um of dregur þú úr virðulegu yfirbragði samkomunnar og alvöru þess sem þú segir. Í sumum tungumálum þarf að nota ákveðið orðfæri til að ávarpa sér eldri manneskju, kennara, embættismann eða foreldri. (Taktu eftir ávarpsorðunum í Postulasögunni 7:2 og 13:16.) Önnur orð eru notuð til að ávarpa maka eða nána vini. Við eigum ekki að vera formlegri í tali uppi á ræðupallinum en nauðsyn krefur en engu að síður virðuleg.

Mál manns getur af ýmsum ástæðum hljómað óþarflega stíft eða formlegt. Setningagerðin getur verið ein þeirra. Það er til vandræða ef mælandi reynir að líkja nákvæmlega eftir prentuðu máli, því að yfirleitt er nokkur munur á ritmáli og talmáli. Vissulega leitum við að jafnaði fanga í rituðu máli þegar við erum að semja ræðu. Hugsanlegt er að ræðan sé byggð á prentuðu uppkasti. En ef þú orðar hlutina alveg eins og þeir standa á prenti eða lest beint upp úr prentuðu uppkasti í ræðunni er ólíklegt að hún hljómi samtalslega. Til að tala í samtalstón þarftu að segja hlutina með eigin orðum og forðast flóknar setningar.

Annað atriði, sem skiptir máli, er að tala með breytilegum hraða. Stíft og formlegt mál einkennist oft af jöfnum straumi orða og litlum hraðabreytingum. Í venjulegu samtali erum við vön að breyta um hraða og skjóta oft inn mislöngum þögnum.

Sértu að ávarpa fjölmennan hóp þarftu auðvitað að hækka róminn og tala af meiri krafti og eldmóði en ella til að halda athygli áheyrenda, án þess þó að fórna samtalsforminu.

Til að temja sér viðeigandi, samtalslegt orðfæri í boðunarstarfinu er auðvitað nauðsynlegt að tala gott mál dags daglega. Það þarf enga sérmenntun til þess en það er mikill kostur að venja sig á að tala gott mál að staðaldri. Það fær fólk til að hlusta með virðingu á þig. Með hliðsjón af þessu skaltu hugleiða hvort þú þurfir að leggja áherslu á eftirfarandi í daglegu tali.

  1. Forðastu mál sem fellur ekki að góðri almennri málvenju eða mál sem talið er tilheyra fólki sem býður lífsreglum Guðs byrginn. Forðastu óheflað eða gróft málfar í samræmi við leiðbeiningarnar í Kólossubréfinu 3:8. Það er hins vegar ekkert athugavert við að tala hversdagslegt mál. Óformlegt, hversdagslegt talmál stingur ekki í stúf við viðurkennda málvenju.

  2. Endurtaktu ekki í sífellu sömu orð eða orðalag um allt sem þú vilt koma á framfæri. Lærðu að nota orð sem tjá hugsun þína skýrt og skilmerkilega.

  3. Forðastu óþarfar endurtekningar og bakrykki. Fullmótaðu hugsunina áður en þú byrjar að tala.

  4. Drekktu ekki góðum hugleiðingum í mælgi. Vendu þig á að segja með skýrum og einföldum setningum það sem þú vilt að aðrir muni.

  5. Talaðu þannig að það vitni um virðingu fyrir öðrum.

TEMDU ÞÉR SAMTALSLEGT MÁL

  • Byrjaðu á því að hugsa um afstöðu þína til áheyrenda. Líttu á þá sem vini en vertu ekki of frjálslegur. Sýndu þeim virðingu.

  • Mæltu af munni fram. Reyndu ekki að elta nákvæmlega orðalag prentaðs texta. Segðu hugsanir þínar með eigin orðum. Talaðu í stuttum setningum og með breytilegum hraða.

  • Einbeittu þér að því að miðla upplýsingum. Talaðu frá hjartanu. Það er boðskapurinn sem skiptir máli en ekki hvernig þú kemur fyrir sjónir.

  • Leggðu þig fram við að bæta daglegt málfar þitt. Nýttu þér tillögurnar á þessari síðu, hverja á fætur annarri.

ÆFING: Skoðaðu hvernig þú talar dags daglega. Taktu fyrir liðina fimm hér að ofan og einbeittu þér að einum lið í heilan dag. Þegar þú mismælir þig skaltu umorða hugsunina, að minnsta kosti í huganum, og orða hana rétt í þetta sinn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila