Söngur 100
Við erum hersveit Jehóva
(Jóel 2:7)
1. Hér stendur hersveit Drottins
heimt úr Satans klóm,
Guðsríki kappsöm kynnir,
Krist og hans konungdóm.
Fram við sækjum sjálfboða,
sýnum tryggð og traust.
Einbeitt höldum áfram
alveg óttalaust.
(VIÐLAG)
Hér stendur hersveit Drottins,
hliðholl Kristi er.
Glaðvær kunnugt gerir:
„Guðs stjórn ríkir hér“.
2. Hér leitar hersveit Drottins
helst að týndum sauð.
Einmana slíkir eru
andvarpandi í nauð.
Hátt og lágt þeim leita að
linnulaust nú skal,
og þeim bjóða inn í
okkar ríkissal.
(VIÐLAG)
Hér stendur hersveit Drottins,
hliðholl Kristi er.
Glaðvær kunnugt gerir:
„Guðs stjórn ríkir hér“.
3. Hér þjónar hersveit Drottins
hlýðin boðum Krists.
Bardagann hæf við heyjum;
höldum stefnunni viss.
Kæn en falslaus viljum við
virða sérhvern mann.
Móti heimsins hættum
hefjum sannleikann.
(VIÐLAG)
Hér stendur hersveit Drottins,
hliðholl Kristi er.
Glaðvær kunnugt gerir:
„Guðs stjórn ríkir hér“.