Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • bm kafli 8 bls. 11
  • Ísraelsmenn ganga inn í Kanaan

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ísraelsmenn ganga inn í Kanaan
  • Biblían — hver er boðskapur hennar?
  • Svipað efni
  • Höfuðþættir Jósúabókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
  • Hversu dýrlegt er nafn Jehóva!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Láttu Jósúabók hjálpa þér — þjónaðu Jehóva af hugrekki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Rahab felur njósnarana
    Biblíusögubókin mín
Sjá meira
Biblían — hver er boðskapur hennar?
bm kafli 8 bls. 11
Jósúa æpir heróp og prestarnir blása í hrútshorn.

8. KAFLI

Ísraelsmenn ganga inn í Kanaan

Jósúa veitir Ísraelsmönnum forystu þegar þeir leggja Kanaan undir sig. Dómarar fá umboð til að frelsa þjóðina þegar hún sætir kúgun.

ÖLDUM áður en Ísraelsmenn ganga inn í Kanaan var Jehóva búinn að lofa afkomendum Abrahams að gefa þeim landið. Nú er komið að því að þeir leggi undir sig fyrirheitna landið undir forystu Jósúa.

Jehóva hafði úrskurðað að Kanverjum skyldi útrýmt. Þeir höfðu gegnsýrt landið auvirðilegustu kynlífsathöfnum og gegndarlausum blóðsúthellingum. Ísraelsmenn áttu því að jafna borgir Kanverja við jörðu.

En áður en Ísraelsmenn réðust inn í landið gerði Jósúa út tvo njósnara sem fengu inni í Jeríkó hjá konu sem hét Rahab. Hún bauð njósnurunum inn á heimili sitt og verndaði þá þótt hún vissi að þeir væru ísraelskir. Hún hafði heyrt hvernig Jehóva frelsaði Ísraelsmenn og trúði á Guð þeirra. Hún lét njósnarana sverja að henni og heimili hennar yrði þyrmt.

Síðar, þegar Ísraelsmenn réðust inn í Kanaan og settust um Jeríkó, lét Jehóva borgarmúrana hrynja með undraverðum hætti. Hersveitir Jósúa geystust inn í borgina og eyddu hana en þyrmdu Rahab og heimilisfólki hennar. Á aðeins sex árum lagði Jósúa síðan undir sig stærstan hluta fyrirheitna landsins. Að því búnu var landinu skipt milli ættkvísla Ísraels.

Kort af Kanaanslandi.[Kort á blaðsíðu 11]

Undir lok langrar ævi í þjónustu Guðs kallaði Jósúa þjóðina saman. Hann rifjaði upp hvernig Jehóva hefði komið fram við forfeðurna og hvatti þjóðina til að þjóna Jehóva. Eftir að Jósúa og nánustu samstarfsmenn hans dóu fór hins vegar svo að Ísraelsmenn sneru baki við Jehóva og tóku að þjóna falsguðum. Næstu 300 árin var allur gangur á því hvort þjóðin hlýddi lögum Jehóva. Á því tímabili leyfði Jehóva óvinum þeirra, svo sem Filisteum, að kúga þá. En þegar Ísraelsmenn ákölluðu Jehóva skipaði hann dómara til að frelsa þá. Þeir voru alls 12.

Sagt er frá dómurunum í samnefndri biblíubók. Hún hefst á því að fjallað er um Otníel og henni lýkur með frásögunni af Samson, sterkasta manni sem lifað hefur. Frásaga Dómarabókarinnar sýnir æ ofan í æ fram á þann grundvallarsannleika að það er til blessunar að hlýða Jehóva en til ógæfu að óhlýðnast honum.

— Byggt á Jósúabók, Dómarabókinni og 3. Mósebók 18:​24, 25.

  • Af hverju þyrmdi Jehóva Rahab og heimilisfólki hennar?

  • Hvað gerðu Ísraelsmenn eftir að Jósúa var dáinn?

  • Hvaða grundvallarsannleikur kemur skýrt fram í Dómarabókinni?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila