Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • jl hluti 1
  • Hvers konar fólk er vottar Jehóva?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers konar fólk er vottar Jehóva?
  • Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Svipað efni
  • Þörfin á siðferðisgildum
    Vaknið! – 2019
  • Stjórn sem heldur á loft andlegum gildum
    Vaknið! – 2003
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2003
  • 7 Gildismat
    Vaknið! – 2018
Sjá meira
Hverjir gera vilja Jehóva?
jl hluti 1

1. HLUTI

Hvers konar fólk er vottar Jehóva?

Vottur Jehóva í Danmörku.

Danmörk

Vottar Jehóva á Taívan.

Taívan

Vottar Jehóva í Venesúela.

Venesúela

Vottar Jehóva á Indlandi.

Indland

Hve marga votta Jehóva þekkirðu? Við getum verið nágrannar þínir, vinnufélagar eða skólafélagar. Þú hefur ef til vill rætt við eitthvert okkar um biblíuleg mál. Hver erum við eiginlega og hvers vegna boðum við trú okkar meðal almennings?

Við erum ósköp venjulegt fólk. Við erum af ýmsum uppruna og ólumst upp við ólíkar aðstæður. Sum okkar voru annarrar trúar, önnur trúðu ekki á Guð. En áður en við gerðumst vottar gáfum við okkur öll tíma til að kynna okkur kenningar Biblíunnar vandlega. (Postulasagan 17:11) Við vorum sátt við það sem við lærðum og ákváðum því að tilbiðja Jehóva Guð.

Við njótum góðs af biblíunámi okkar. Eins og allir aðrir þurfum við að glíma við okkar eigin veikleika og ýmis önnur vandamál. Við finnum hins vegar að það bætir lífsgæðin til muna að reyna að fara eftir meginreglum Biblíunnar dagsdaglega. (Sálmur 128:1, 2) Það er ein ástæðan fyrir því að við segjum öðrum frá góðum lífsreglum Biblíunnar sem við höfum lært.

Við lifum eftir góðum gildum Biblíunnar. Þessi gildi stuðla að velferð okkar og virðingu fyrir öðrum, ásamt góðvild og heiðarleika. Þau hvetja fólk til að vera ábyrgir þjóðfélagsþegnar og efla gott siðferði og samheldni í fjölskyldunni. Við erum sannfærð um að ,Guð fari ekki í manngreinarálit‘ þannig að við skiptumst ekki eftir kynþáttum og stjórnmálum. Söfnuðurinn okkar er því eitt alþjóðlegt bræðralag. Hann er einstakur þótt hann sé myndaður af ósköp venjulegu fólki. – Postulasagan 4:13; 10:34, 35.

  • Hvað er sameiginlegt með vottum Jehóva og öllum öðrum?

  • Hvaða gildi hafa vottar Jehóva lært af biblíunámi sínu?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila