Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 12 bls. 34
  • Jakob fékk arfinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jakob fékk arfinn
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Ólíkir tvíburar
    Biblíusögubókin mín
  • Taktu viturlegar ákvarðanir og varðveittu arfleifð þína
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Jakob og Esaú verða aftur vinir
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Jehóva er „Guð friðarins“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 12 bls. 34
Jakob gefur Esaú skál af kássu í skiptum fyrir frumburðarréttinn.

SAGA 12

Jakob fékk arfinn

Ísak og Rebekka með tvíburastrákunum sínum, Jakobi og Esaú.

Ísak var 40 ára þegar hann giftist Rebekku. Hann elskaði hana mjög mikið. Þau eignuðust tvo syni – tvíbura.

Eldri strákurinn hét Esaú en sá yngri Jakob. Esaú fannst gaman að vera úti og hann var góður veiðimaður. En Jakobi fannst gott að vera heima.

Á þessum tíma fékk elsti sonurinn mest af landinu og peningunum þegar pabbinn dó. Það var kallað arfur. Í fjölskyldu Ísaks var það að eiga þátt í loforðunum sem Jehóva hafði gefið Abraham líka hluti af arfinum. Esaú hugsaði ekki mikið um þessi loforð en Jakob vissi að þau voru mjög mikilvæg.

Jakob og Esaú.

Dag einn kom Esaú mjög þreyttur heim eftir langan dag á veiðum. Hann fann ilminn af góða matnum sem Jakob var að elda og sagði: ‚Ég er að deyja úr hungri! Gefðu mér af þessari rauðu kássu.‘ Jakob sagði: ‚Ég skal gera það. En lofaðu mér fyrst að ég fái arfinn þinn.‘ Esaú sagði: ‚Mér er alveg sama um arfinn! Þú mátt eiga hann. Mig langar bara að borða.‘ Var þetta gáfulegt af Esaú? Nei, það var það ekki. Esaú gaf eitthvað mjög dýrmætt bara fyrir skál af kássu.

Þegar Ísak var orðinn mjög gamall var kominn tími til að hann myndi blessa elsta son sinn. En Rebekka hjálpaði Jakobi, yngri syninum, að fá blessunina. Þegar Esaú komst að því varð hann bálreiður og ætlaði að drepa tvíburabróður sinn. Ísak og Rebekka vildu vernda Jakob. Þau sögðu við hann: ‚Farðu og vertu hjá Laban, bróður mömmu þinnar, þangað til Esaú jafnar sig.‘ Jakob hlustaði á foreldra sína og flúði til að bjarga lífi sínu.

„Hvaða gagn hefur maðurinn af því að eignast allan heiminn en týna lífi sínu? Hvað gæfi maðurinn eiginlega í skiptum fyrir líf sitt?“ – Markús 8:36, 37.

Spurningar: Hvernig voru Esaú og Jakob ólíkir? Af hverju fékk Jakob blessun en ekki Esaú?

1. Mósebók 25:20–34; 27:1–28:5; Hebreabréfið 12:16, 17

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila