Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 45 bls. 110-bls. 111 gr. 2
  • Ríkinu skipt í tvennt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ríkinu skipt í tvennt
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Ríkinu skipt
    Biblíusögubókin mín
  • Jehóva yfirgefur ekki trúa þjóna sína
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Hann hefði getað haft velþóknun Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Höfuðþættir 1. Konungabókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 45 bls. 110-bls. 111 gr. 2
Ahía rífur skikkjuna sína í 12 hluta fyrir framan Jeróbóam.

SAGA 45

Ríkinu skipt í tvennt

Á meðan Salómon tilbað Jehóva var friður í Ísrael. En Salómon giftist mörgum útlenskum konum sem tilbáðu skurðgoð. Salómon breyttist smátt og smátt og hann fór líka að tilbiðja skurðgoðin. Jehóva var reiður og sagði við Salómon: ‚Konungsríkið Ísrael verður tekið af fjölskyldu þinni og því verður skipt í tvennt. Ég mun gefa einum af þjónum þínum stærri hlutann en fjölskyldan þín fær bara að ríkja yfir minni hlutanum.‘

Jehóva notaði líka Ahía spámann sinn til að sýna hvað hann var búinn að ákveða að gera. Jeróbóam, einn af þjónum Salómons, var á ferðalagi þegar hann hitti Ahía. Ahía reif skikkjuna sína í 12 búta og sagði við Jeróbóam: ‚Jehóva ætlar að taka konungsríkið Ísrael af fjölskyldu Salómons og skipta því í tvennt. Taktu þessa tíu búta af því að þú munt ríkja yfir tíu ættkvíslum.‘ Salómon konungur frétti þetta og ætlaði að drepa Jeróbóam. Jeróbóam flúði þá til Egyptalands. Þegar Salómon dó varð Rehabeam sonur hans konungur. Þá fannst Jeróbóam öruggt að koma til baka til Ísraels.

Margir Ísraelsmenn færa fórnir gullkálfi sem Jeróbóam lét gera.

Gömlu mennirnir í Ísrael sögðu við Rehabeam: ‚Ef þú ert góður við fólkið mun það alltaf hlýða þér.‘ En yngri vinir Rehabeams sögðu: ‚Þú þarft að vera strangur við fólkið. Láttu það vinna enn þá meira!‘ Rehabeam gerði eins og ungu vinirnir sögðu. Hann var vondur við fólkið og þess vegna voru tíu ættkvíslir sem vildu ekki hafa hann lengur sem konung og völdu Jeróbóam sem konung í staðinn. Þessar tíu ættkvíslir urðu ríki sem var kallað Ísrael. Það voru bara tvær ættkvíslir sem vildu hlýða Rehabeam og hans ríki var kallað Júda. Nú var búið að skipta 12 ættkvíslum Ísraels í tvennt.

Rehabeam ríkti í Jerúsalem. Jeróbóam vildi ekki að sitt fólk færi þangað til að tilbiðja Jehóva. Veistu af hverju? Hann var hræddur um að fólkið myndi aftur fara að styðja Rehabeam. Hann bjó til tvo gullkálfa og sagði við fólkið: ‚Það er of langt til Jerúsalem. Þið getið bara tilbeðið Jehóva hér.‘ Fólkið fór að tilbiðja gullkálfana og gleymdi Jehóva aftur.

„Gangist ekki undir ok með vantrúuðum því að okið verður ójafnt. Hvað eiga réttlæti og lögleysi saman að sælda? … Eða hvað á hinn trúaði sameiginlegt með vantrúuðum?“ – 2. Korintubréf 6:14, 15.

Spurningar: Af hverju var Ísraelsríkinu skipt í tvennt? Hvað gerðu Rehabeam konungur og Jeróbóam konungur sem var slæmt?

1. Konungabók 11:1–13, 26–43; 12:1–33

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila