Inngangur að 4. hluta
Í þessum hluta kynnumst við Jósef, Job, Móse og Ísralesþjóðinni. Djöfullinn lét þau ganga í gegnum ýmsa erfiðleika. Sum þeirra urðu fyrir óréttlæti, voru sett í fangelsi, seld í þrældóm eða misstu jafnvel ástvini skyndilega. En Jehóva verndaði þau á ýmsan hátt. Ef þú átt börn hjálpaðu þeim þá að skilja hvernig þessir þjónar Jehóva gengu í gegnum erfiðleika án þess að missa trúna.
Jehóva sendi plágurnar tíu til að sýna að hann er sterkari en allir guðir Egyptalands. Leggðu áherslu á hvernig Jehóva verndaði þjóna sína til forna og hvernig hann gerir það nú til dags.