Inngangur að 7. hluta
Þessi hluti fjallar um ævi Sáls konungs og Davíðs konungs. Hann nær yfir um 80 ár. Í fyrstu var Sál auðmjúkur og óttaðist Guð. En fljótlega breyttist hann og hafnaði leiðsögn Jehóva. Jehóva hafnaði honum og sagði Samúel að smyrja Davíð sem næsta konung yfir Ísrael. Sál varð afbrýðisamur og reyndi oft að drepa Davíð. En Davíð hefndi sín aldrei. Jónatan sonur Sáls vissi að Jehóva hafði valið Davíð og þess vegna sýndi hann Davíð trúfesti. Davíð framdi alvarlegar syndir, en hann hafnaði aldrei aga Jehóva. Ef þú átt börn skaltu hjálpa þeim að skilja hversu mikilvægt það er að vera alltaf hlýðin og trú Jehóva og þeim sem hann velur til að leiðbeina okkur.