Inngangur að 10. hluta
Jehóva er æðsti konungurinn. Hann hefur alltaf haft algjöra stjórn og hann mun alltaf hafa algjöra stjórn. Hann bjargaði til dæmis Jeremía frá því að deyja í gryfju. Hann bjargaði Sadrak, Mesak og Abed Negó úr eldsofni og Daníel úr gini ljóna. Jehóva verndaði Ester til að hún gæti bjargað allri þjóð sinni. Hann leyfir ekki illskunni að halda áfram endalaust. Spádómarnir um risastóra líkneskið og gríðarstóra tréð sanna að ríki Jehóva tekur bráðlega stjórn yfir allri jörðinni og eyðir illskunni.