Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.6. bls. 3-4
  • Harmagedón — frá Guði kærleikans?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Harmagedón — frá Guði kærleikans?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Blóðugt stríð
  • HARMAGEDÓN — það sem það er ekki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Hvað er stríðið við Harmagedón?
    Biblíuspurningar og svör
  • Harmagedón — upphaf betri tíma
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Hverju svarar Biblían?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.6. bls. 3-4

Harmagedón — frá Guði kærleikans?

„HARMAGEDÓN“ — hvað merkir þetta nafn sem er að finna í Biblíunni? Í þessu tölublaði Varðturnsins birtist hluti greinaflokks um það efni. Vonast er til að þessi umræða út af Ritningunni hughreysta þig með vitneskju um hvað sé hið raunverulega HARMAGEDÓN.

HVAÐ kemur þér í hug þegar þú sérð eða heyrir orðið „Harmagedón“? Í hugum margra merkir það heljarátök milli stórvelda heims. Flestir sjá fyrir sér hinar ægilegustu hamfarir — eins konar ragnarök sem skilja jörðina eftir sviðna og geislavirka og fáir, ef þá nokkrir, lifa af. Þótt flestir leggja þennan skilning í þetta orð er Harmagedón í rauninni allt annað.

Orðið „Harmagedón“ er sótt í Biblíunni og þar kemur það aðeins einu sinni fyrir — í 16. kafla Opinberunarbókarinar. Eftir að hafa sagt frá því hvernig ‚konungum allrar heimsbyggðarinnar‘ verður safnað saman „til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda“ segir spádómurinn: „Þeir söfnuðu þeim saman á þann stað, sem á hebresku kallast Harmagedón.“ — 13. til 16. vers.

‚Stríðið á hinum mikla degi Guðs hins alvalda‘! Harmagedón er því greinilega stríð Guðs. Að vísu berjast konungar eða þjóðir heims í þessu stríði, en þær koma ekki til að berjast hver gegn annarri heldur gegn Guði og þeim himnesku hersveitum sem konungur hans, Jesús Kristur, stýrir. Honum er svo lýst að hann sitji á hvítum hesti. Hvernig lýktar stríðinu? Frásögn Biblíunnar segir: „Ég sá . . . konunga jarðarinnar og hersveitir þeirra safnaðar saman til að heyja stríð við þann, sem á hestinum sat, og við herlið hans. . . . [Þeir] voru drepnir með sverði þess, er á hestinum sat, . . . og allir fuglarnir söddust af hræjum þeirra.“ — Opinberunarbókin 19:19-21.

Blóðugt stríð

Svo umfangsmikið verður Harmagedónstríðið að blóðbaðinu er lýst sem verið sé að ‚skera upp á jörðinni‘ með biturri sigð. „Og engillinn brá sigð sinni á jörðina, skar af vínvið jarðarinnar og kastaði honum í reiðivínþröng Guðs hina miklu. Og vínþröngin var troðin fyrir utan borgina og gekk blóð út af vínþrönginni, svo að tók upp undir beisli hestanna, eitt þúsund og sex hundruð skeðrúm þar frá.“ — Opinberunarbókin 14:15-20.

Já, blóðið mun streyma þar sem aftökusveitir Guðs fara um. Hinar 69 milljónir manna, sem féllu í heimsstyrjöldunum tveim, munu hverfa algerlega í skuggann af þeim mannfelli sem verður í stríði Guðs við Harmagedón. Spámaðurinn Jeremía skrifaði um þá: „Þeir sem [Jehóva] hefir fellt, munu á þeim degi liggja dauðir frá einum enda jarðarinnar til annars. Þeir munu eigi verða harmaðir, eigi safnað saman og eigi jarðaðir, þeir skulu verða að áburði á akrinum.“ — Jeremía 25:30-33

Hin logandi skeyti, eldur af himni og önnur eyðingaröfl, sem eru samfara dómi Guðs, munu skelfa menn um alla jörðina. Í uppnáminu, sem verður þegar aftökusveitir Guðs láta höggið ríða án tillits til aldurs eða kynferðis, mun hver höndin vera upp á móti annarri. Guð hefur boðið þeim að sýna enga miskunn: „Höggvið niður, lítið engan vægðarauga og sýnið enga meðaumkun. Öldunga og æskumenn, meyjar og börn og konur skuluð þér brytja niður.“ — Esekíel 9:5, 6; Sakaría 14:12, 13.

Hvernig getur slíkt gerst? Hvernig getur Guð kærleikans gefið slíka skipun? Er hann kaldlyndur og hefnigjarn Guð sem hefur lítinn áhuga á mennskum sköpunarverum sínum? Getur hugsast að Guð kærleikans láti slíkt Harmagedónstríð verða?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila