Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.7. bls. 24-28
  • Einhuga með skapara alheimsskipulagsins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Einhuga með skapara alheimsskipulagsins
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Sameinuðu þjónusta
  • Vertu óhultur í skipulagi Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Fjölskylda Jehóva nýtur dýrmætrar einingar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Skipulagt fyrir hið komandi þúsundáraríki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Sýnilegt skipulag Guðs
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.7. bls. 24-28

Einhuga með skapara alheimsskipulagsins

„Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman [í einingu, NW].“ — SÁLMUR 133:1.

1, 2. (a) Hvaða truflun kom upp fyrir um 6000 árum? (b) Hvað kallar Biblían þennan svikara og hvernig reyndi hann að gera sig eins og hinn hæsta?

SKAPARI alheimsskipulagsins vill halda því hreinu, réttlátu og sameinuðu. En skömmu eftir tilurð mannkynsins fyrir um það bil 6000 árum kom upp alvarleg truflun í alheiminum. Það var þegar ofurmannlegur andstæðingur sagði skilið við skipulag skaparans og tók til við að koma á fót sínu eigin, sjálfstæða skipulagi.

2 Biblían kallar þennan svikara Satan, sem merkir „andstæðingur,“ vegna þess að hann reis öndverður gegn skapara sínum. Hann er erkiandstæðingur Jehóva, hins réttmæta drottinvalds alheimsins. (Jobsbók 1:6, 7) Andstæðingnum var það kappsmál að verða eins og Guð, með því að hafa sitt eigið skipulag, og myndi því enskis svífast í samkeppni sinni við Guð. Satan gerði því sjálfan sig aðlaðandi. Viðhorf Satans endurspegluðust í viðhorfum og hárri stöðu ‚konungsins í Babýlon,‘ sem vel er við hæfi að kalla ‚árborna morgunstjörnu‘ og „Lúsífer.“ (Jesaja 14:4, 12-14; King James Version; An American Translation) Til þessa dags er Satan „guð þessarar aldar,“ þó aðeins af því að Jehóva umber það. — 2. Korintubréf 4:4.

3. (a) Hvar réðst þessi andstæðingur fyrst á skipulaga Jehóva? (b) Hvernig atvikaðist það að djöfullinn varð höfðingi illu andanna?

3 Líklega í þeim tilgangi að grafa undan skipulagi Jehóva réðst Satan fyrst á garðinn þar sem hann var lægstur, á Adam sem hafði verið skipaður höfuð hinnar mannlegu fjölskyldu. (1. Mósebók 3:1-24; Sálmur 8:4-6; Rómverjabréfið 5:12) Síðar yfirgáfu margir óhlýðnir englar „eigin bústað“ eða stöðu á himni og holdguðust til að geta kvænst og haft mök við laglegar en ófullkomnar konur. (Júdasarbréf 6) Kynblendingarnir, sem þeir eignuðust með þeim, óvenjulegir að stærð og styrk, voru kallaðir nefílím. Þetta heiti, talið merkja „fellendur,“ var við hæfi því að þeir virðast hafa látið venjulega menn falla fyrir ofbeldi. Þegar flóðið kom afholdguðust hinir óhlýðnu englar og sneru aftur á andlegt tilverusvið. (1. Mósebók 6:1-7:23) Með því að segja skilið við skipulag Jehóva gerðu þeir sig að illum öndum og Satan djöfullinn varð höfðingi þeirra. — 5. Mósebók 32:17; Sálmur 106:37; Matteus 12:24; Lúkas 11:15-19.

4. Hvað gerðu mennirnir, sem lifðu af flóðið, en hvað hófst Satan handa við og í hvaða tilgangi?

4 Á þennan hátt byggði Satan upp hinn ósýnilega, ofurmannlega andahluta skipulags síns. Þeir sem lifðu af flóðið, Nói og fjölskylda hans, voru samhuga hinu ósýnilega himneska skipulagi Jehóva. (1. Mósebók 6:9; 8:18-21) En Satan einsetti sér að sundra einingu afkomenda hins trúfasta Nóa. Hvað ætlaðist djöfullinn fyrir? Að byggja upp sýnilegan hluta síns illa skipulags!

5. Hvernig gaf Varðturninn í skyn þann 1. maí 1921 að Satan hefði skipulag?

5 Það tók Alþjóðasamtök biblíunemenda nokkurn tíma að koma auga á að Satan hefði skipulag. En þann 1. maí 1921 sagði Varðturninn: „Satan var ekki ánægður með það sem hann hafði þegar gert og tældi nokkar af hinum himnesku hersveitum og kom þeim til að spilla mannkyninu og fylla jörðina ofbeldi. Hann kom sér upp kerfi sem var ósýnilegt mannlegum augum, svo og kerfi á jörðinni sem er sýnilegt mannlegum augum, og hefur reynt að gera falskar eftirlíkingar af hverjum einasta hluta opinberaðrar áætlunar Guðs.“

6. Hvað sagði Varðturninn þann 1. desember 1922 um tilgang Satans?

6 Undir millifyrirsögninni „Tilgangur Satans“ sagði Varðturninn þann 1. desember 1922 berum orðum: „Núna er dagur illskunnar. Baráttan milli skipulags Satans og skipulags Guðs er í algleymingi. Þetta er barátta upp á líf og dauða. Satan reynir að spilla siðferðisþreki skipulags Jehóva og, ef mögulegt er, eyðileggja þá sem mynda hús sonanna. Í þeim tilgangi grípur hann til hvaða ráða sem verkast vill.“

7, 8. (a) Hvernig hjálpaði það biblíunemendum að gera sér grein fyrir að til væru tvö andstæð skipulög? (b) Hvað var hið táknræna „sveinbarn“ sagt vera í Varðturninum þann 1. mars 1925?

7 Skilningur á tilvist þessara tveggja andsnúnu skipulaga hjálpaði biblíunemendum að skilja margar af kenningum og spádómum Biblíunnar. Til dæmis skildu þeir ekki 12. kafla Opinberunarbókarinnar rétt fyrr en greinin „Fæðing þjóðar“ birtist í Varðturninum þann 1. mars 1925. Uppistöðutexti greinarinnar (Opinberunarbókin 12:5) hljóðar svo: „Hún fæddi son, sveinbarn, sem stjórna mun öllum þjóðum með járnsprota. Og barn hennar var hrifið til Guðs, til hásætis hans.“

8 Á blaðsíðu 67 og 68 sagði þessi grein:

Hvað hefur skorið sig úr í áætlun Guðs í gegnum aldirnar? . . . Stofnsetning ríkisins sem Jesús kenndi okkur að biðja um. Það merkir fæðingu nýrrar þjóðar sem mun ríkja og blessa allar fjölskyldur jarðarinnar. . . . Hvert er hið andstæða veldi sem hefur haldið fólki í fjötrum fáfræði um þessa dýrlegu nýju þjóð og blessunina sem hún mun veita því? . . . Satan djöfullinn og skipulag hans. . . . Hin raunverulega barátta er milli Guðs og djöfulsins; ríki réttlætisins kollvarpar ríki óguðleika og myrkurs, og ríki sannleikans er stofnsett í staðinn. . . . Eftir 1918 hefur skipulag djöfulsins, hið efnahagslega, stjórnmálalega og klerklega, einkum þó hið síðastnefnda, opinskátt hafnað Drottni og ríki hans; og þar og þá fór reiði Guðs gegn þjóðunum að birtast. Þaðan í frá hefur verið barist á jörðinni. Fyrir þann tíma var háð stríð á himni.

9. Hver var „konan“ í Opinberunarbókinni 12. kafla sögð vera árið 1925?

9 Á þeim tíma var ranglega haldið að Jesaja 66:7 og Opinberunarbókin 12:5 töluðu um fæðingu sama ‚sveinbarnsins.‘ Því sagði áðurnefnt tölublað Varðturnsins einnig:

„Konan“ virðist greinilega tákna þann hluta Zíonar, skipulags Guðs, sem fæðir nýju stjórnina eða þjóðina sem verður kölluð til að ríkja yfir þjóðum og lýðum jarðarinnar með járnsprota og réttlæti. . . . (Galatabréfið 4:26) Með öðrum orðum er Síon eða Jerúsalem, skipulag Guðs, móðirin sem fæðir nýju þjóðina eða hin stjórnandi öfl. Hinir smurðu á jörðinni eru hluti ‚konunnar‘ og eru vissulega fulltrúar hennar. Konan „klædd sólinni“ merkir Zíon á himnum og hina velþóknanlegu á jörðinni í skipulagi Guðs á þeim tíma er Drottinn kom til musteris síns. . . . Skipulag hans, sem fæðir nýju þjóðina, annar staðar nefnt Síon, skín núna sem sólinn í musteri hans sem innifelur musterishópinn eða íklæðir hann skikkju réttlætisins.

10. Hvað hefur komið fyrir andlegan hluta skipulags Satans og hvaða stríð er nú háð?

10 ‚Drekanum,‘ sem nú var skilinn vera Satan djöfullinn sjálfur, mistókst að gleypa ‚sveinbarnið,‘ Messíasarríkið sem fæddist á himnum við lok heiðingjatímanna árið 1914. (Lúkas 21:24) Í stríðinu á himnum, sem braust þá út, var hinum andlega hluta skipulags Satans varpað niður í nágrenni jarðarinnar og það fær aldrei framar að komast inn í himininn og hafa þar sundrandi áhrif. Þetta niðurlægða skipulag beinir nú spjótum sínum að sýnilegum hluta alheimsskipulags Jehóva og heyr linnulaust stríð við „aðra afkomendur [þess], þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.“ — Opinberunarbókin 12:17.

Sameinuðu þjónusta

11. (a) Á hverja má núna heimfæra orð Páls um „Jerúsalem, sem í hæðum er“? (b) Hvað sagði Davíð um hina jarðnesku Jerúsalem þar sem tilbeiðsluhús Jehóva stóð?

11 Táknrænni ‚konu‘ Guðs er líkt við hina útvöldu borg Jerúsalem, kölluð Síon á ljóðmáli. Því má heimfæra orð Páls um „Jerúsalem, sem í hæðum er,“ á „aðra afkomendur hennar“ sem „drekinn,“ Satan djöfullinn, ‚heyr stríð‘ við stöðuglega. (Galatabréfið 4:26) Hin jarðneska Jerúsalem var rammbyggð og samheldin á dögum Davíðs sem sagði: „Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: ‚Göngum í hús [Jehóva].‘ Fætur vorir standa í hliðum þínum, Jerúsalem. Jerúsalem, þú hin endurreista, borgin þar sem öll þjóðin safnast saman, þangað sem kynkvíslirnar fara, kynkvíslir [Jehóva] — það er regla fyrir Ísrael — til þess að lofa nafn [Jehóva].“ — Sálmur 122:1-4.

12. (a) Um hvaða einingu, sem er núna, talar Sálmur 122:1-4? (b) Hvernig snertu Jerúsalem og hin helga tjaldbúð þar einingu ættkvísla Ísraels?

12 Þetta er fögur mynd um eininguna í alheimsskipulagi Jehóva! Einingin birtist sérstaklega vel á þjóðarhátíðunum þegar hinar tólf ættkvíslir Ísraels komu saman í einhuga tilbeiðslu á Jehóva í hinni helgu tjaldbúð í Jerúsalem. Á stjórnarárum hirðis þeirra og konungs, Davíðs, voru ættkvíslirnar sameinaðar, ekki aðeins vegna holdlegra banda heldur fyrst og fremst vegna hinnar skipulögðu tilbeiðslu á Guði sínum. Já, Jerúsalem var sá miðpunktur þar sem Guð vildi að skipuleg tilbeiðsla færi fram undir umsjón hinnar einu prestastéttar af ættkvísl Leví og af ætt fyrsta æðsta prests Ísraels, Arons, eldri bróður spámannsins Móse. Enn fremur áttu allar ættkvíslirnar tólf aðild að hinum eina lagasáttmála sem greindi þær frá öllum hinum þjóðunum sem dýrkuðu illa anda.

13. Hvað sagði Davíð um eininguna sem Ísraelsmenn til fórna nutu?

13 Allt þetta hafði sterk, sameinandi áhrif! Það hélt fólki Guðs sameinuðu sem einu þjóðarskipulagi og veitti því öryggi og blessun. Davíð orðaði það svona: „Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er þegar bræður búa saman, eins og hin ilmgóða olía á höfðinu, er rennur niður í skeggið, skegg Arons, er fellur niður á kyrtilfald hans, eins og dögg af Hermonfjalli, er fellur niður á Síonfjöll. Því að þar hefir [Jehóva] boðið út blessun, lífi að eilífu.“ — Sálmur 133:1-3.

14. (a) Hverjir líkja núna eftir þjóðareiningu Ísraels? (b) Hvar eru hinir andlegu Ísraelsmenn sýndir standa og hvaða „söng“ syngja þeir einróma?

14 Þjóðareiningin, sem vakti slíkan hugblæ, er endurtekin núna. Af hverjum? Af „Ísrael Guðs,“ hinum andlegu Ísraelsmönnum sem Páll benti á að ættu sér eina móður þegar hann sagði: „En Jerúsalem, sem í hæðum er, er frjáls, og hún er móðir vor.“ (Galatabréfið 6:16; 4:26) Hún setur andagetin börn sín ekki í fjötra lagasáttmálans. Þótt „Ísrael Guðs“ sé svo lýst að hann samanstandi af tólf ættkvíslum, eru allar þær 144.000, sem mynda hana, innsiglaðar með hinu sama „innsigli lifanda Guðs“ og öllum lýst sem standi þeir á einu himnesku „Síonfjalli.“ (Opinberunarbókin 7:1-8; 14:1-4) Það er fagur söngur þegar þeir syngja saman í kór „söng Móse, Guðs þjóns, og söng lambsins“ Jesú Krists! (Opinberunarbókin 15:3, 4; Jóhannes 1:29, 36) Sá ‚söngur‘ gleður Guð og gefur til kynna sigur!

15. (a) Hvaða hlutverk er hinum 144.000 ætlað annað en að syngja? (b) Hvernig gefur orðið „skipulag“ til kynna einingu?

15 Hinum 144.000 og kórstjóra þeirra, ‚lambinu,‘ er ætlað meira en aðeins að láta himnana óma af söng sínum. Skipulag þeirra er konungborið og ætlað að ríkja í þúsund ár til að upphefja drottinvald Jehóva yfir alheimi og blessa alla jarðarbúa sem það vilja. (Opinberunarbókin 20:4-6) Orðið „skipulag,“ andheiti „skipulagsleysis,“ lýtur að fyrirkomulagi þar sem hver hlutur er á sínum stað og er fengið verkefni, svo að þeir allir vinni saman að sameiginlegu markmiði. Skipulag stuðlar þannig að einingu, samstarfi, góðri reglu og eindrægni — ekki ósamlyndi.

16. Hvaða markmið var sett fyrir meira en nítján öldum, samkvæmt Efesusbréfinu 4:8, 11-16, og hvað hefur náðst meðal votta Jehóva?

16 Markmið kristilegrar einingar var ákveðið fyrir rúmlega nítján öldum þegar gefnar voru ‚gjafir í mönnum‘ í mynd postula, spámanna, trúboða, hirða og kennara. Þegar tímaritið Varðturninn hóf göngu sína árið 1879 gaf Guð líka andlega ‚hirða og kennara.‘ Sú ráðstöfun hefur gert votta Jehóva „einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs.“ (Efesusbréfið 4:8, 11-16) Við getum verið þakklát að Jehóva skuli hafa gert það eftir trúarlega ringulreið og skipulagsleysi um heim allan um aldaraðir!

17. Hvernig vitum við að Guð hafði meira í huga ein einingu smurðra kristinna manna, og hvað sagði Jesús fyrir um það?

17 Augljóst er að Guð hafði meira í huga en einingu smurðra kristinna manna, því að hann hafði tekið „þá ákvörðun, sem hann hafði með sjálfum sér ákveðið að framkvæma, er fylling tímans kæmi: Hann ætlar að safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi.“ (Efesusbréfið 1:9, 10) Jesús Kristur spáði um það: „Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.“ — Jóhannes 10:16.

18. (a) Hverjir eru meðal þess „sem er á jörðu“ og safna þarf saman? (b) Hvernig var hinum ‚öðrum sauðum‘ sérstakur gaumur gefinn árið 1935?

18 Þessir ‚aðrir sauðir‘ eru meðal ‚þess sem er á jörðu‘ sem safna þarf saman. Undir áhrifum anda Guðs var því um 21 ári eftir að Jesús Kristur tók völd árið 1914 farið að gefa sérstakan gaum hinum ‚öðrum sauðum.‘ Á móti votta Jehóva í Washington D.C., árið 1935, útskýrði forseti Varðturnsfélagsins að ‚múgurinn mikli‘ væri hinir ‚aðrir sauðir‘ sem góði hirðirinn, Jesús Kristur, ætlaði að safna. (Opinberunarbókin 7.9-17) Safnaði Jesús nokkrum ‚öðrum sauðum‘ á þessu merki móti? Já, því að 840 mótsgestir viðurkenndu að þeim væri safnað saman af góða hirðinum og létu skírast til tákns um vígslu sína til Jehóva Guðs.

19. (a) Hversu fjölmennur er ‚múgurinn mikli‘ núna orðinn? (b) Við hvern hefur ‚múgurinn mikli‘ öðlast einingu og hverju er hann staðráðinn í?

19 Það var aðeins byrjunin á samansöfnun ‚mikils múgs‘ af ‚öðrum sauðum‘ sem nú þegar telja yfir 2,8 milljónir. Með því að sameinast sýnilegum hluta skipulags Jehóva — það er að segja leifum ‚litlu hjarðarinnar‘ í ‚þessu sauðabyrgi‘ góða hirðisins — hefur þeim hlotnast eining við hinn mikla skapara alheimsskipulagsins. Og þeir eru staðráðnir í að varðveita þá einingu út í gegnum sitt eilífa líf í paradís á jörð sem hirðirinn æðsti, Jehóva, mun gefa þeim. — Lúkas 12:32; 23:43.

20. Hvað finna hinar smurðu leifar og múgurinn ikli sig knúna til að gera þegar þau íhuga það sem hirðirinn æðsti hefur gert frá 1914?

20 Þegar hinar smurðu leifar og hinn vaxandi ‚mikli múgur‘ íhuga allt það sem hirðirinn æðsti hefur gert um allan heim frá því að heiðingjatímunum lauk árið 1914, kemur hugheilt þakklæti þeim til að syngja saman hinn fagra lofgjörðarsálm: „Hallelúja. Lofið Guð í helgidómi hans, lofið hann í voldugri festingu hans! Lofið hann fyrir máttarverk hans, lofið hann eftir mikilleik hátignar hans! Lofið hann með lúðurhljómi, lofið hann með hörpu og gígju! Lofið hann með bumbum og gleðidansi, lofið hann með strengleik og hjarðpípum! Lofið hann með hljómandi skálabumbum, lofið hann með hvellum skálabumbum! Allt sem andardrátt hefir lofi [Jehóva]! Halelúja‘“ — Sálmur 150:1-6.

21. (a) Hvenær mun „allt sem andardrátt hefir“ lofa Jehóva? (b) Með hverjum munu þá allir sem mynda alheimsskipulagið vinna og í hvaða tilgangi?

21 Bráðlega munu hinir núverandi „himnar“ og „jörð“ leysast upp í ‚stríðinu á hinum mikla degi Guðs hins alvalda‘ og hinn langþráði ‚nýi himinn og nýja jörð‘ verða þá reist á óhagganlegum grunni. (2. Pétursbréf 3:7-13; Opinberunarbókin 16:14, 16) Þá mun sannarlega „allt sem andardrátt hefir“ og lifir af á þessari hreinsuðu jörð lofa Jehóva, hinn mikla skapara alheimsskipulags réttlætisins. Allir sem mynda það skipulag á himni og jörð munu fagnandi lofsyngja Jehóva og vinna með honum drottinhollir og af kærleika að því að upphefja um eilífð drottinvald hans yfir alheimi og helga hið verðuga nafn hans. Svo sannarlega ber allt þetta vott um stórkostlega einingu!

Til upprifjunar

◻ Hvernig atvikaðist það að Satan varð höfðingi illu andanna?

◻ Hvaða hjálp var í því að greina á milli tveggja mikilla skipulaga?

◻ Hvaða einingu, sem er núna, talar Sálmur 122:1-4 um?

◻ Hvers vegna má segja að Jehóva hafi haft í huga meira en aðeins einingu smurðra fylgjenda Jesú?

◻ Hvenær mun „allt sem andardrátt hefir“ lofa Jehóva Guð?

[Mynd á blaðsíðu 26, 27]

Þjónar Jehóva hafa alltaf verið sameinaðir hver öðrum og skapara alheimsskipulagsins.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila