Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w87 1.11. bls. 3-4
  • Hið bætta hlutskipti konunnar nú á tímum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hið bætta hlutskipti konunnar nú á tímum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Konur í stjórnmálum
  • Konur á vinnumarkaðinum
  • Menntun, listir og trúmál
  • Hver er árangurinn?
  • ‚Konur sem leggja hart á sig fyrir Drottin‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Virðing og reisn undir vernd Guðs
    Varðturninn: Er Guði annt um konur?
  • Hið bætta hlutskipti konunnar — blandin blessun?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Hvert er hlutverk kvenna í fyrirætlun Jehóva?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
w87 1.11. bls. 3-4

Hið bætta hlutskipti konunnar nú á tímum

ÁRIÐ 1906 fékk Nikulás Rússakeisari bænaskjal frá nokkrum bændakonum. Í því sagði meðal annars:

„Svo kynslóðum skiptir hafa konur af bændastétt verið algerlega réttindalausar. . . . Við erum ekki einu sinni álitnar mannverur, aðeins burðardýr. Við krefjumst þess að okkur sé kennt að lesa og skrifa; við krefjumst þess að dætur okkar fái sömu möguleika til menntunar og synir okkar. . . . Við vitum að við erum fáfróðar, en það er ekki okkur að kenna.“

Þessi sorglega lýsing er harla ólík því sem Biblían segir um duglega og virta konu er sé öðrum verðugt fordæmi til eftirbreytni. (Orðskviðirnir 31:10-31) En bænaskjal rússnesku bændakvennanna endurspeglar þann sannleika sem hinn vitri Salómon konungur sagði endur fyrir löngu í Biblíunni: „Einn maðurinn drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ (Prédikarinn 8:9) Sú ógæfa hefur ekki síður komið yfir konur en karla. En hlutskipti kvenna hefur tekið miklum breytingum eins og Sovétríkin eru gott dæmi um.

Núna er „stærstur hluti lækna og kennara í Sovétríkjunum konur. Næstum tveir þriðju hagfræðinga og þrír fjórðu þeirra, sem starfa á sviði menningarmála, eru konur. Af þeim sem starfa á vettvangi vísindanna eru 40 af hundraði konur. . . . Af hverjum þúsund konum, sem starfa hjá ríkinu, hafa 862 gagnfræðaskólamenntun eða æðri menntun (fullnaðarmenntun eða því sem næst).“ — Women in the USSR.

Konur í stjórnmálum

Það sem gerst hefur í Sovétríkjunum hefur einnig gerst að meira eða minna leyti í öðrum löndum. Nýja-Sjáland var fyrst landa til að veita konum kosningarétt. Það var árið 1893. Á árabilinu 1917 til 1920 fengu konur kosningarétt í Rússlandi, á Bretlandseyjum, í Bandaríkjunum og Kanada. Í Sviss gerðist það ekki fyrr en árið 1971, enda þótt svissneskar konur gætu gegnt pólitískum embættum.

Núna hafa konur ekki bara kosningarétt heldur keppa við karla um pólitísk embætti. Konur hafa verið forsætisráðherrar bæði í Ísrael og Indlandi, þær Golda Meir og Indira Ghandhi. Konur hafa einnig gegnt því embætti á Bretlandseyjum, í Noregi og Júgóslavíu. Bæði á Íslandi og Filippseyjum hafa konur verið kjörnar til forseta. Alls eiga 492 konur sæti í æðstaráði Sovétríkjanna, eða um 30 til 40 af hundraði ráðsins. Í Bandaríkjunum og Danmörku eru konur hæstaréttardómarar og hér á landi hafa konur oft farið með ráðherraembætti. Fimmtungur þingmanna á alþingi Íslendinga eru konur.

Konur á vinnumarkaðinum

Á vinnustöðum í Bandaríkjunum hafa skilti með áletruninni „Menn að störfum“ víða vikið fyrir áletruninni „Fólk að störfum.“ Ástæðan er sú að sífellt fleiri konur leita út á vinnumarkaðinn. Á síðastliðnum aldarfjórðungi hefur fjöldi útivinnandi kvenna þar í landi tvöfaldast. Árið 1970 voru aðeins 27 af hundraði skrifstofumanna konur, en 14 árum síðar voru þær orðnar 65 af hundraði. Margar konur vinna utan heimilisins að nauðsyn en aðrar hreinlega af því að þær vilja það frekar en að vera heima. Sums staðar stefnir í það að konur og karlar hljóti sömu laun fyrir sömu vinnu.

Menntun, listir og trúmál

Nánast alls staðar í heiminum hefur orðið mikil framför í menntunarmálum kvenna. Á árabilinu 1950 til 1985 fjölgaði konum í skólum úr 95 milljónum í 390 milljónir. Fyrir aldarfjórðungi voru tvöfalt fleiri konur á Spáni ólæsar en karlar. Árið 1983 var orðin veruleg breyting þar á og 30 af hundraði háskólanema konur. Ritið Women In Britain skýrir frá því að „konum í fullu háskólanámi hafi fjölgað verulega.“

Konur hafa lengi látið til sín taka í tónlist, bæði sem einsöngvarar og einleikarar. En fram til 1935 voru hörpuleikarar einu konurnar í bandarískum sinfóníuhljómsveitum. Karlar virtust einhverra orsaka vegna forðast það hljóðfæri. Nú eru um 40 af hundraði hljóðfæraleikara í bandarískum sinfóníuhljómsveitum konur.

Á sviði trúmála hefur orðið svipuð breyting. Fjöldi kvenna leggur stund á guðfræðinám og eru liðlega 40 af hundraði guðfræðinema við Háskóla Íslands konur. Víða í heiminum gegna konur prestsembættum og eru rabbínar. Um 11 af hundraði presta í Svíþjóð eru konur og anglíkanska kirkjan hefur kvenpresta í Austurlöndum. The New York Times upplýsir þann 16. febrúar 1987 „að 968 konur séu vígðar til prests í biskupakirkjunni.“

Hver er árangurinn?

Því verður ekki móti mælt að hlutskipti kvenna hefur tekið verulegum umskiptum á síðustu árum og áratugum. Líklega hefur þú sjálfur orðið vitni að þessum breytingum eða fundið fyrir þeim. En eðlilegt er að spyrja hvort allar þessar breytingar hafi verið óblandin blessun.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila