Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w88 1.4. bls. 32
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Svipað efni
  • Loksins eignuðust þau son!
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Frásaga með „táknræna merkingu“ sem á erindi til okkar
    Varðturninn: Frásaga með „táknræna merkingu“ sem á erindi til okkar
  • Guð kallaði hana „prinsessu“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
  • Væntir þú „þeirrar borgar sem hefur traustan grunn“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
w88 1.4. bls. 32

Spurningar frá lesendum

◼ Ætlast er til að fólk Guðs ‚sjái fyrir sínum.‘ Hvernig gat þá Abraham sent Hagar og Ísmael frá sér út í eyðimörkina?

Það er bæði kærleiksríkt og viðeigandi að þjónar Guðs annist þurfandi fjölskyldumeðlimi. Páll postuli skrifaði um kristna foreldra: „Ef einhver sér eigi fyrir sínum, sérstaklega heimilismönnum, þá hefur hann afneitað trúnni og er verri en vantrúaður.“ — 1. Tímóteusarbréf 5:8.

Við megum vera viss um að breytni Abrahams gekk ekki í berhögg við andann að baki slíkum ráðum frá Guði, því að honum er stillt upp sem fordæmi sannrar trúar og nefndur „Guðs vinur.“ — Jakobsbréfið 2:23; Hebreabréfið 11:8-19.

Guð hét því að veita blessun í gegnum afkvæmi eða erfingja Abrahams. Þegar Sara tók að reskjast og hafði ekki orðið barna auðið hvatti hún Abraham til að geta son með egypsku ambáttinni Hagar. Síðar, þegar Hagar varð barnshafandi, varð hún svo ósvífin í framkomu við Söru að líkja mátti við „ofríki,“ illgirnisleg rangindi gagnvart ástkærri eiginkonu Abrahams. (2. Mósebók 23:1; 2. Samúelsbók 22:49; Sálmur 11:5) Abraham lét Söru minna Hagar á stöðu sína og það varð til þess að Hagar strauk út í eyðimörkina. Ef til vill ætlaði hún sér heim til Egyptalands. Frásagan getur þess ekki að hún hafi tekið með sér vistir. Ef til vill vissi hún að hún gæti orðið sér úti um mat og drykk á öðrum viðlegustöðum, svo sem hjá Bedúínum. — 1. Mósebók 12:1-3, 7; 16:1-6.

Engill skarst í leikinn og sagði Hagar að snúa við, að hún myndi eignast fjölda afkomenda og að ‚hönd sonar hennar, Ísmaels, myndi verða uppi á móti hverjum manni.‘ (1. Mósebók 16:7-12) Nokkrum árum síðar var hönd Ísmaels uppi á móti hinum unga Ísak, sönnum erfingja Abrahams sem hann átti með Söru. Ísmael fór að ‚hafa Ísak að athlægi,‘ svívirða hann. Hér var á ferðinni alvarlegra mál en bræðraerjur. Orð Guðs segir að afkvæmi Abrahams, sem Guð hafði sagt fyrir, hafi verið ‚ofsótt.‘ Því var við hæfi að taka málið föstum tökum. — 1. Mósebók 21:1-9, NW; Galatabréfið 4:29-31.

Jehóva sagði Abraham að fara að ráðum konu sinnar um það hvað gera þyrfti, það er að segja að ‚reka burt Hagar og son hennar.‘ Þótt Abraham félli það illa að Hagar skyldi fara með son hans lét hann þeim í té nægar vistir. Ef til vill ólíkt því þegar Hagar hljópst á brott út í eyðimörkina fór hún nú með birgðir af brauði (sem ef til vill fól í sér fleiri fæðutegundir) og vatni sem Abraham lét henni í té. Augljóslega villtist hún einhvers staðar ‚í eyðimörkinni Beerseba‘ og vistirnar gengu til þurrðar áður en hún fann einn af brunnunum á því svæði. En ógöngur hennar voru ekki Abraham til hnjóðs því að hann hafði ‚séð fyrir sínum,‘ jafnvel þótt Ísmael hefði gerst sekur um hegðun sem kallaði á að þau yrðu að hverfa af heimilinu. — 1. Mósebók 21:10-21.

[Kort/Mynd á blaðsíðu 32]

(Sjá uppraðaðan texta í blaðinu)

Hafið mikla

Karmelfjall

Megiddó

Jerúsalem

Hebron

Beerseba

Dauðahaf

Negeb

[Rétthafi]

Byggt á korti frá Pictorial Archives (Near Eastern History) Est. og Landmælingum Ísraels.

[Mynd]

Wadi Zin, þurr grafningsdalur suður af Beerseba.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila