Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w91 1.8. bls. 32
  • Vertu viðstaddur landsmótið „Frelsisunnendur“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vertu viðstaddur landsmótið „Frelsisunnendur“
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Svipað efni
  • Misstu ekki af því!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Komdu á landsmótið — „Trúin á orð Guðs“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • „Lífsvegur Guðs“ — Landsmótið 1998 fer í hönd!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Ætlar þú að koma?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
w91 1.8. bls. 32

Vertu viðstaddur landsmótið „Frelsisunnendur“

ÞRIGGJA daga biblíufræðsla bíður þín á landsmóti votta Jehóva. Vertu viðstaddur kl. 10:20 föstudaginn 9. ágúst er mótið hefst með tónlist. Hlýddu á inngangsræðuna, „Hvers vegna að skyggnast inn í hið fullkomna lögmál frelsisins?“ og lokaatriði árdegisdagskrárinnar, aðalræðuna „Tilgangurinn með frelsinu sem Guð hefur gefið og notkun þess.“

Síðdegis á föstudag verða kristnir menn áminntir um að rækja ætlunarverk sitt sem þjónar Guðs. „Upptekin — af dauðum verkum eða þjónustu Jehóva?“ og „Frjálst fólk en ábyrgt“ eru tvö af þeim viðfangsefnum sem fjallað verður um. Sett verður á svið leikrit til að hvetja okkur að nota frelsi okkar til að þjóna Jehóva. Í leikritinu verður byggt á reynslu Esra og samverkamanna hans sem sneru heim til Jerúsalem frá Babýlon árið 468 f.o.t. til að fegra musteri Guðs.

Á laugardagsmorgun verður flutt ræðusyrpa í þrem hlutum, „Frelsi samfara ábyrgð innan fjölskyldunnar.“ Að lokinni ræðunni „Haltu þér frjálsum til að þjóna Jehóva“ verður flutt ræða um kristna vígslu og skírn. Margir munu bíða óþreyjufullir eftir að hlýða á ræðuna „Er hjónaband lykill hamingjunnar?“ sem verður á dagskrá síðdegis. Dagskránni lýkur með atriði sem mun vafalaust verða öllum frelsisunnendum mikið fagnaðarefni.

Á sunnudag getur þú heyrt ræðusyrpu í þrem hlutum sem nefnist „Þjónað sem mannaveiðarar.“ Þar verður rætt um dæmisögu Jesú um netið og fiskinn og skoðað hvaða þátt við getum átt í uppfyllingu hennar. Morgundagskránni lýkur með tveim mikilvægum ræðum: „Höldum vöku okkar á ‚endalokatímanum‘“ og „Hver fær umflúið ‚hörmungatíðina‘?“ Misstu ekki af opinbera fyrirlestrinum síðdegis: „Fögnum nýjum frelsisheimi Guðs.“ Fyrir lokaræðuna verður farið yfir námsefni vikunnar í Varðturninum. Taktu með þér það tölublað sem námsefnið er tekið úr.

Mótið verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dagana 9. til 11. ágúst.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila