Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w98 1.11. bls. 29
  • Fyrrverandi mótstöðumaður kynnist sannleikanum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fyrrverandi mótstöðumaður kynnist sannleikanum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Svipað efni
  • Lærum af yngri bróður Jesú
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • „Eitt lítið góðverk“
    Reynslusögur af vottum Jehóva
  • Hefurðu fasta blaðapöntun?
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Blöðin kunngera Guðsríki
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
w98 1.11. bls. 29

Fyrrverandi mótstöðumaður kynnist sannleikanum

BORGARASTRÍÐIÐ í Líberíu hefur oft borið á góma í fréttum. Tugþúsundir manna hafa dáið og enn fleiri gerðir útlægir. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur hjartahreint fólk haldið áfram að taka við sannleikanum eins og eftirfarandi frásaga sýnir fram á.

Frá tíu ára aldri hlaut James menntun hjá lúthersku kirkjunni. Eftir að hann gerðist ritstjóri kirkjublaðs notfærði hann sér aðstöðuna til að skrifa á móti vottum Jehóva enda þótt hann hefði aldrei hitt þá sjálfur.

Er tímar liðu hætti James að vinna hjá kirkjublaðinu og eignaðist vegahótel sem hann rak með góðum árangri. Dag einn sat hann í móttökunni á hótelinu þegar tvær snyrtilegar systur heimsóttu hann. Þegar hann sá hve vel þær voru til fara bauð hann þeim inn en þegar þær útskýrðu fyrir honum tilgang heimsóknarinnar sagði hann: „Ég má ekki vera að því að tala við ykkur.“ Systurnar buðu honum áskrift að blöðunum Varðturninn og Vaknið! sem hann þáði aðeins til að losna við þær. Í 12 mánuði fékk hann blöðin send til sín en hann setti þau í plastpoka án þess að taka þau einu sinni úr umbúðunum.

Borgarastríð geisaði svo að James setti peninga og verðmæti í poka til að geta flúið við fyrstu merki um árás. Morgun einn sprakk handsprengja við bakdyrnar og í skelfingu sinni þreif hann í pokann og hljóp eins og fætur toguðu. Hann slóst í för þúsunda borgara sem flúðu bardagann og þurfti að fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar. Þar voru saklausir borgarar oft rændir og drepnir af engri sýnilegri ástæðu.

Við fyrstu eftirlitsstöðina var James spurður nokkurra spurninga og síðan sagt að opna pokann. Hann gerði það og þegar hann leit ofan í pokann trúði hann ekki sínum eigin augum. Honum til mikillar skelfingar var þetta ekki pokinn sem innihélt öll verðmætin. Í öllu óðagotinu hafði hann tekið pokann með Varðturninum og Vaknið! sem hann hafði aldrei opnað. En þegar hermaðurinn sá tímaritin og las nafnið hans á merkimiðunum sagði hann: „Svo að þú ert vottur Jehóva. Við erum ekki að leita að ykkur, við vitum að þið ljúgið ekki.“ Þegar hermaðurinn hafði tekið nokkur blöð úr pokanum sagði hann James að halda áfram.

Hið sama gerðist á níu eftirlitsstöðvum þar sem allir yfirmennirnir gerðu ráð fyrir að James væri vottur Jehóva og hleyptu honum í gegn heilum á húfi. James var nú þakklátur fyrir að hafa ekki tekið með sér verðmætin vegna þess að hann hafði séð nóg til að vera næsta viss um að hann hefði verið myrtur fyrir þau.

Þegar hann komst loks að síðustu eftirlitsstöðinni, sem menn óttuðust mest, varð hann felmtri sleginn við að sjá lík liggja á víð og dreif. Skelfingu lostinn ákallaði hann nafn Jehóva. Hann sagði við Guð í bæn að ef hann hjálpaði sér að komast gegnum þennan drápsvöll myndi hann þjóna honum það sem eftir væri.

James sýndi hermönnunum pokann og enn einu sinni sögðu þeir: „Við erum ekki að leita að þessu fólki.“ Þeir sneru sér að honum og bættu við: „Einn bræðra þinna býr niðri við þessa hæð. Farðu og vertu hjá honum.“ Núna hafði álit James á vottunum gerbreyst. Hann hafði þegar í stað samband við bróðurinn og ákveðið var að hann hæfi biblíunám með hjálp bókarinnar Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð.a

Nokkrum dögum síðar neyddist hann til að flýja svæðið vegna árásar. Í þetta sinn flúði James í kjarrlendið og greip aðeins með sér Lifað að eilífu bókina! Hann nam bókina fimm sinnum á þeim 11 mánuðum sem hann einangraðist frá vottunum. Þegar hann gat loksins snúið aftur til borgarinnar hóf hann biblíunám sitt hjá vottunum upp á nýtt og tók skjótum framförum. Stuttu seinna lét hann skírast og þjónar núna trúfastur ásamt andlegum bræðrum sínum.

[Neðanmáls]

a Gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila