Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwex grein 12
  • „Eitt lítið góðverk“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Eitt lítið góðverk“
  • Reynslusögur af vottum Jehóva
  • Svipað efni
  • Fyrrverandi mótstöðumaður kynnist sannleikanum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Á meðan við bíðum eftir að upprisan verði að veruleika
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Vertu heiðarlegur í öllum greinum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
Reynslusögur af vottum Jehóva
ijwex grein 12
Maður gengur út af kaffihúsi og gleymir töskunni sinni á stól.

„Eitt lítið góðverk“

Danielle, sem er vottur Jehóva í Suður-Afríku, fann tösku sem viðskiptavinur hafði gleymt á kaffihúsi. Í töskunni var veski með peningum og greiðslukortum. Danielle var ákveðin í að skila töskunni til eigandans og leitaði því að heimilisfangi eða símanúmeri en fann aðeins nafn mannsins. Hún reyndi að ná í manninn í gegnum bankann hans en það tókst ekki. Hún lét það ekki á sig fá og hringdi þá í númer sem var á kvittun frá lækni sem hún fann í töskunni. Móttökuritarinn sem svaraði í símann samþykkti að gefa manninum símanúmerið hennar Danielle.

Maðurinn var hissa þegar hann fékk símtal frá læknastofunni og honum sagt að Danielle hefði fundið töskuna og vildi skila henni til hans. Þegar hann fór til að sækja töskuna tóku Danielle og faðir hennar á móti honum. Þau notuðu tækifærið til að segja honum frá því hvers vegna þau hefðu lagt svo mikið á sig til að finna hann. Þau útskýrðu að þar sem þau eru vottar Jehóva reyni þau að lifa í samræmi við meginreglur Biblíunnar. Þess vegna reyni þau alltaf að vera heiðarleg. – Hebreabréfið 13:18.

Nokkrum klukkustundum seinna sendi maðurinn Danielle og föður hennar skilaboð til að þakka þeim aftur fyrir að hafa skilað töskunni og veskinu. Hann skrifaði: „Ég kann virkilega að meta hvað þið voruð ákveðin í að finna mig. Ég hafði gaman af að hitta ykkur og fjölskyldu ykkar og mun aldrei gleyma því hvað þið voruð hlýleg og vingjarnleg. Til að tjá þakklæti mitt langar mig að gefa ykkur gjöf. Ég veit að þið færið fórnir til að þjóna Guði. Verk ykkar sanna að þið eruð gott fólk og það sást á heiðarleika og ráðvendni Danielle. Þakka ykkur enn og aftur fyrir og megi Guð blessa þjónustu ykkar.“

Nokkrum mánuðum seinna heyrði faðir Danielle aftur í manninum sem sagði honum frá því sem gerðist þegar hann fann týnda handtösku fyrir stuttu. Hann var að versla þegar hann sá handtösku á gólfinu. Þegar hann fann konuna sem átti töskuna og skilaði henni sagði hann henni hvað hefði fengið hann til þess. Hann hefði nýlega notið góðs af slíkum heiðarleika og góðverki. Hann sagði: „Eitt lítið góðverk leiðir til annars og það bætir líf allra í samfélaginu.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila