Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w02 1.12. bls. 30-31
  • „Verið hirðar þeirrar hjarðar, sem Guð hefur falið yður“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Verið hirðar þeirrar hjarðar, sem Guð hefur falið yður“
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • „Síauðugir í verki“
  • Hirðar sem líkja eftir Guði og Kristi
  • Verðmætur stuðningur eiginkvenna
  • „Verið hirðar þeirrar hjarðar sem Guð hefur falið ykkur“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Hvernig þjóna öldungar söfnuðinum?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Hirðar, líkið eftir hirðunum miklu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Hvernig er söfnuðurinn skipulagður?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
w02 1.12. bls. 30-31

„Komið til mín . . . og ég mun veita yður hvíld“

„Verið hirðar þeirrar hjarðar, sem Guð hefur falið yður“

„Þið eruð alltaf tiltækir að ljá eyra og uppörva okkur með orðum Biblíunnar.“ — Pamela.

„Þakka ykkur fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Það er afar mikils virði.“ — Róbert.

PAMELA og Róbert skrifuðu þessi þakkarorð til safnaðaröldunga sem höfðu liðsinnt þeim. Þjónar Guðs víða um heim kunna vel að meta stöðugan stuðning og umhyggju ‚hirða hjarðar Guðs.‘ (1. Pétursbréf 5:2) Þeir eru öldungunum þakklátir fyrir allt sem þeir gera í þágu hjarðarinnar og virða mikils hvernig það er gert.

„Síauðugir í verki“

Safnaðaröldungum er trúað fyrir margvíslegum ábyrgðarstörfum. (Lúkas 12:48) Þeir semja ræður fyrir safnaðarsamkomur og boða fagnaðarerindið um ríki Guðs meðal almennings. Annar þáttur í starfi þeirra er að heimsækja trúsystkini í svonefndu hirðastarfi. Þeir gefa sér tíma til að sinna þörfum annarra, til dæmis aldraðra og fleiri, sem eru sérstakrar athygli þurfi, án þess þó að vanrækja andlegar og efnislegar þarfir sinna eigin fjölskyldna. (Jobsbók 29:12-15; 1. Tímóteusarbréf 3:4, 5; 5:8) Sumir öldungar aðstoða við að reisa nýja ríkissali. Sumir starfa í spítalasamskiptanefndum eða vitja sjúkra á spítölum. Og margir þeirra vinna sjálfboðastörf á svæðis- og umdæmismótum. Já, öldungar eru önnum kafnir og „síauðugir í verki Drottins.“ (1. Korintubréf 15:58) Eðlilega eru þessir eljusömu öldungar mikils metnir af þeim sem þeir hafa umsjón með. — 1. Þessaloníkubréf 5:12, 13.

Öldungar uppörva og hvetja trúsystkini sín með því að heimsækja þau reglulega eða ræða við þau annars staðar í þeim tilgangi að styrkja þau andlega. Tómas ólst upp hjá einstæðri móður. „Ég efast um að ég væri boðberi í fullu starfi núna,“ segir hann, „ef öldungarnir hefðu ekki stutt mig og hvatt.“ Margir unglingar, sem ólust upp hjá einstæðu foreldri, viðurkenna að umhyggja öldunganna hafi hjálpað sér að eignast persónulegt samband við Guð.

Roskið fólk í söfnuðinum kann líka vel að meta hirðisheimsóknir. Hálfníræð trúboðahjón skrifuðu eftir að tveir öldungar heimsóttu þau: „Við þökkum ykkur innilega fyrir ánægjulega heimsókn. Eftir að þið voruð farnir lásum við aftur ritningarstaðina sem þið rædduð um við okkur. Við munum aldrei gleyma hvatningarorðum ykkar.“ Sjötug ekkja skrifaði öldungunum: „Ég hef beðið Jehóva um hjálp og hann sendi ykkur tvo til mín. Heimsókn ykkar var blessun frá Jehóva!“ Hafa öldungar í söfnuðinum heimsótt þig nýlega? Við kunnum öll vel að meta hvernig þeir leggja sig fram við að annast hjörðina sem þeim er falin umsjón með.

Hirðar sem líkja eftir Guði og Kristi

Jehóva er ástríkur hirðir. (Sálmur 23:1-4; Jeremía 31:10; 1. Pétursbréf 2:25) Jesús Kristur sinnir einnig andlegum þörfum okkar með afbrigðum vel. Reyndar er hann kallaður „góði hirðirinn,“ ‚hinn mikli hirðir‘ og „hinn æðsti hirðir.“ (Jóhannes 10:11; Hebreabréfið 13:20; 1. Pétursbréf 5:4) Hvernig kom Jesús fram við þá sem vildu verða lærisveinar hans? Hann bauð þeim hlýlega: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ — Matteus 11:28.

Safnaðaröldungar okkar tíma leggja sig einnig fram um að vernda hjörðina og endurnæra hana. Þeir eru „sem hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúrum, sem vatnslækir í öræfum, sem skuggi af stórum hamri í vatnslausu landi.“ (Jesaja 32:2) Þessir verndarar endurnæra hjörðina, ávinna sér virðingu hennar og hljóta velþóknun Guðs. — Filippíbréfið 2:29; 1. Tímóteusarbréf 5:17.

Verðmætur stuðningur eiginkvenna

Þjónar Guðs eru þakklátir fyrir þjónustu safnaðaröldunganna og þann stuðning sem öldungarnir fá frá eiginkonum sínum. Oft þurfa þær að færa fórnir til að styðja menn sína í starfi þeirra. Stundum þurfa þær að sjá af eiginmönnunum meðan þeir sinna safnaðarmálum eða fara í hirðisheimsóknir. Fyrir kemur að það þarf að fresta einhverju, sem fjölskyldan hefur áformað með góðum fyrirvara, vegna þess að það þarf að sinna aðkallandi vandamáli í söfnuðinum. „Þegar ég sé hve önnum kafinn maðurinn minn er við að búa sig undir samkomur eða fara í hirðisheimsóknir minni ég mig á að hann er að vinna verk Jehóva, og ég reyni að styðja hann eftir fremsta megni,“ segir Michelle.

Cheryl er einnig gift safnaðaröldungi. Hún segir: „Ég veit að bræður og systur í söfnuðinum þurfa að hafa öldunga til að tala við, og ég vil að þau finni að þau geti talað við manninn minn hvenær sem þau þurfa þess.“ Eiginkonur eins og Michelle og Cheryl styðja eiginmenn sína og færa fúslega fórnir til að þeir geti annast sauði Guðs. Eiginkonur öldunga eru mikils metnar fyrir stuðning þeirra.

Önnum kafinn öldungur má þó ekki vanrækja andlegar þarfir eiginkonu sinnar og barna, eða aðrar þarfir þeirra. Kvæntur öldungur þarf að vera „óaðfinnanlegur, einkvæntur, [og] á að eiga trúuð börn, sem eigi eru sökuð um gjálífi eða óhlýðni.“ (Títusarbréfið 1:6) Hann þarf að annast fjölskyldu sína í samræmi við þær kröfur sem Biblían gerir til kristinna umsjónarmanna. — 1. Tímóteusarbréf 3:1-7.

Það er ómetanlegt fyrir störfum hlaðinn safnaðaröldung að eiga konu sem styður hann vel. Hugulsamir öldungar, sem eru kvæntir, gera sér grein fyrir því, enda segir Biblían að góð eiginkona sé gersemi. (Orðskviðirnir 18:22) Þeir sýna eiginkonum sínum, bæði í orði og verki, hve mikils þeir meta þær. Kristin hjón sem þessi biðja saman, stunda biblíunám saman sér til gagns og gleði og taka sér auk þess tíma til afþreyingar eins og gönguferða í almenningsgörðum, í fjörunni eða í óbyggðum. Öldungarnir njóta þess að sýna eiginkonum sínum ást og umhyggju. — 1. Pétursbréf 3:7.

Ósérhlífnir öldungar endurnæra söfnuð Guðs andlega. Þeir eru tvímælalaust „gjafir í mönnum“ og til blessunar fyrir söfnuðinn. — Efesusbréfið 4:8, 11-13, NW.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila