Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w13 15.5. bls. 13
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Svipað efni
  • Krossinn
    Vaknið! – 2017
  • Vissir þú?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Manstu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
w13 15.5. bls. 13

Spurningar frá lesendum

Voru afbrotamenn í Ísrael teknir af lífi með því að hengja þá á staur?

Margar fornþjóðir líflétu vissa afbrotamenn með því að hengja þá á staur eða súlu. Rómverjar bundu eða negldu afbrotamenn á staurinn og það gátu liðið nokkrir dagar uns sársauki, hungur, þorsti og náttúruöflin urðu honum að aldurtila. Meðal Rómverja var það álitin mikil skömm að vera staurfestur. Slík refsing var einungis ætluð verstu glæpamönnum.

Hvernig var farið að í Ísrael til forna? Voru afbrotamenn þar í landi teknir af lífi með því að hengja þá á staur? Í Móselögunum var eftirfarandi ákvæði: „Fremji maður glæp sem dauðarefsing liggur við og sé líflátinn og þú hengir hann á tré má líkið ekki vera á staurnum náttlangt. Þú verður að grafa hann samdægurs.“ (5. Mós. 21:22, 23) Ljóst er af þessu að á tímum Hebresku ritninganna var dauðasekur maður líflátinn áður en hann var hengdur á staur eða tré.

Um þetta er sagt í 3. Mósebók 20:2: „Sérhver Ísraelsmaður eða aðkomumaður á meðal ykkar, sem gefur Mólok barn sitt, skal deyja. Fólkið, sem býr í landinu, skal grýta hann.“ Í 3. Mósebók 20:27 segir einnig að karl eða kona, sem hefðu „særingaranda eða spásagnaranda“, skyldu líflátin. Það átti að taka þau af lífi með því að „lemja þau grjóti“. – Biblían 1981.

Í 5. Mósebók 22:23, 24 stendur: „Ef óspjölluð mey er föstnuð manni og einhver annar hittir hana í borginni og leggst með henni skuluð þið færa þau bæði að borgarhliðinu og grýta þau í hel, stúlkuna af því að hún hrópaði ekki á hjálp í borginni og manninn af því að hann spjallaði konu náunga síns. Þú skalt eyða hinu illa þín á meðal.“ Af þessum dæmum er ljóst að þeir sem gerðust sekir um hryllilega glæpi í Forn-Ísrael og skyldu líflátnir voru yfirleitt grýttir.a

Ljóst er að á tímum Hebresku ritninganna var dauðasekur maður líflátinn áður en hann var hengdur á staur eða tré.

Í 5. Mósebók 21:23 segir: „Sá sem er hengdur er bölvaður af Guði.“ Það hlýtur að hafa haft sterk áhrif á Ísraelsmenn að sjá lík afbrotamanns sem var „bölvaður af Guði“. Það var hengt upp á staur öðrum til viðvörunar.

a Margir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að samkvæmt lögmálinu hafi glæpamaður verið líflátinn áður en lík hans var hengt á staur. Á fyrstu öld virðist þó sem Gyðingar hafi stundum tekið glæpamenn af lífi með því að festa þá lifandi á staur.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila