Munum eftir að nota bæklinga
Þegar við berum vitni hús úr húsi eða óformlega berst talið oft að efni sem fjallað er um í einum af aðlaðandi bæklingum okkar. Hver og einn ætti sérstaklega að hafa þetta í huga þegar hann leggur áherslu á að kynna Varðturninn og Vaknið! í apríl og maí. Ef þú hefur ásamt nýjustu blöðunum alltaf með þér mismunandi bæklinga munt þú hafa við hendina einmitt það sem þörf er á til að gefa áhrifaríkan vitnisburð sem tekur mið af áhuga og þörfum viðmælanda þíns. Í apríl og maí skalt þú óhikað bjóða hvern sem er af bæklingunum í blaðastærð ásamt nýjustu tölublöðunum eða í stað þeirra ef svo ber undir. — Samanber Orðskviðina 15:23.