Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.94 bls. 1
  • Drögum ekki úr starfinu hús úr húsi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Drögum ekki úr starfinu hús úr húsi
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Boðun hús úr húsi — af hverju mikilvæg núna?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Að bera vitni hús úr húsi
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Kennið opinberlega og hús úr húsi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • ‚Fyrst á að prédika fagnaðarerindið‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 7.94 bls. 1

Drögum ekki úr starfinu hús úr húsi

1 Í Ísrael til forna voru bornar fram fórnir daglega. (2. Mós. 29:38-42) Eldinum á altarinu var haldið logandi og reykurinn var „þægilegur ilmur“ sem þóknaðist Jehóva. (2. Mós. 29:18) Núna erum við hvött til að „bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans.“ (Hebr. 13:15) Í stað þess að færa fórnir samkvæmt forskrift Móselögmálsins tilbiðjum við Jehóva með því víðfrægja lof hans og draga ekki af okkur. — Jes. 43:21; Post. 5:42.

2 Jesús Kristur, mesti votturinn sem verið hefur á jörðinni, kenndi okkur hvernig við verðum að halda áfram sannri tilbeiðslu með því að bera fram lofgerðarfórnir. Hann kenndi lærisveinum sínum að boðskapurinn, sem þeir prédikuðu, væri áríðandi. Hann vissi að áhrifaríkasta leiðin til að ná til manna með fagnaðarboðskapinn væri að tala við þá persónulega á heimilum þeirra. (Matt. 10:7, 12) Postular hans fylgdu innblásnum leiðbeiningum hans að prédika hús úr húsi. — Post. 20:20.

3 Það er ekkert öðruvísi núna. Sem lærisveinar Jesú fylgja sannkristnir menn fordæmi hans með því að prédika fagnaðarerindið hús úr húsi. Þó að það kunni að kalla yfir okkur gagnrýni og ofsóknir hafa milljónir lært sannleikann og hundruðir þúsunda nýrra lærisveina slást í hóp hins mikla múgs ár hvert, og ber það vitni um að þetta sé leið Jehóva til að koma vilja sínum til leiðar. Af þeirri ástæðu höldum við ótrauð áfram í þjónustu okkar.

4 Gagnið af prédikun hús úr húsi: „Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti.“ (Post. 10:34, 35) Við förum hiklaust í hvert hús á svæði okkar sem sýnir greinilega óhlutdrægni okkar og gefur öllum tækifæri til að heyra boðskapinn um Guðsríki reglulega. Þeir sem taka vel á móti honum fá síðan persónulega aðstoð sniðna að þörfum sínum.

5 Næstum allir boðberar, ungir sem aldraðir, jafnvel nýir, geta tekið þátt í starfinu hús úr húsi. Á þann hátt getur hver og einn ‚játað með munninum til hjálpræðis.‘ (Rómv. 10:10) Þátttaka með öðrum í starfinu hús úr húsi bindur okkur kærleiks- og einingarböndum. Jafnframt fáum við tækifæri til að sýna þolgæði þegar við mætum skeytingarleysi og andstöðu. Við erum „á leiksviði, frammi fyrir öllum heiminum,“ þegar við sýnum trú okkar þannig opinberlega, og það hjálpar einlægum mönnum að gera sér ljóst að við höfum skipulegt fyrirkomulag til að kenna Biblíuna og að þeir geti haft gagn af því. (1. Kor. 4:9) Af öllu má greinilega sjá að Jehóva blessar starfið hús úr húsi og notar það til að safna múginum mikla til „húss“ sannrar tilbeiðslu sinnar. — Jes. 2:2-4.

6 Meira en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni þarf fólk að heyra boðskapinn um Guðsríki núna. Við skulum halda áfram að prédika hús úr húsi án þess að draga af okkur, uns Jehóva segir að nóg sé komið. (Jes. 6:11) Okkur er umbunað með gleðinni sem fylgir þátttökunni í hinu mikilvæga og gagnlega boðunarstarfi hús úr húsi á tíma endalokanna. — 1. Kor. 15:58.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila