Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.95 bls. 1
  • Jehóva veitir kraft

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva veitir kraft
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Hvers vegna eigum við að biðja án afláts?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Jehóva veitir kraft
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Höldum áfram að vera framsækin og regluföst
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Lifum í trú
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 6.95 bls. 1

Jehóva veitir kraft

1 Sem fólk Jehóva hefur okkur verið falið það verkefni að prédika fagnaðarerindið og hegða okkur sífellt „vel meðal heiðingjanna“ eða þjóðanna. (1. Pét. 2:12; Matt. 24:14) Vegna þess hve tímarnir eru erfiðir, svo og sökum veikleika okkar og galla, gætum við aldrei unnið þetta verk upp á eigin spýtur. (2. Tím. 3:1-5) Við erum sannarlega glöð að geta reitt okkur á hjálp frá Jehóva!

2 Páll postuli mátti þola margar raunir. (2. Kor. 11:23-27) Hvernig gat hann staðist þær og lokið verkinu sem honum var falið? Jehóva veitti honum meiri kraft en eðlilegt er að menn búi yfir. (2. Kor. 4:7) Páll viðurkenndi slíka hjálp frá Guði þegar hann skrifaði: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“ (Fil. 4:13) Jehóva hjálpar okkur á sama hátt. Hvernig getum við öðlast aðstoð hans?

3 Með því að biðja án afláts: Jesús hvatti okkur til að ‚halda áfram að biðja, leita og knýja á‘ og gefast ekki upp. (Lúk. 11:5-10, NW) Þrautseigja okkar í að biðja sýnir Jehóva hversu djúpt málið ristir hjá okkur, hve löngunin er áköf og áhugahvötin sterk. (Sálm. 55:18; 88:2, 14; Rómv. 1:9-11) Mikilvægi þrautseigju við að biðja var Páli ljós þegar hann hvatti okkur til að ‚biðja án afláts.‘ (1. Þess. 5:17) Bænin er ein meginleiðin til að fá hjálp frá Jehóva.

4 Með því að fylgja guðræðislegri leiðsögn: „Guðræði“ þýðir að Guð, sem er kærleikur, fari með stjórnina. Við höfum gagn af stjórn hans með því að viðurkenna yfirráð hans og fylgja leiðbeiningum hans þegar við tökum stórar og smáar ákvarðanir. Hinn „trúi og hyggni þjónn“ er fulltrúi guðræðisstjórnar hér á jörð. (Matt. 24:45-47) Til þess að öðlast blessun Jehóva er bráðnauðsynlegt að við vinnum með skipulaginu sem þessi „þjónn“ notar. (Samanber Hebreabréfið 13:17.) Jehóva umbunar hollustu okkar og fúsleika til að hlýðnast lögum hans með því að veita okkur á viðeigandi stundu þann kraft sem við þörfnumst. — Heb. 4:16.

5 Með því að halda okkur nálægt bræðrum okkar: Lærisveinar Jesú þekkjast af kærleikanum sem þeir sýna. (Jóh. 13:34, 35) Persónuleikar okkar eru mjög margvíslegir og ósamlyndi getur komið upp á meðal okkar vegna persónulegs ágreinings. Við þurfum að vera miskunnsöm og fús til að fyrirgefa hvert öðru. (Ef. 4:32) Það gerir okkur mögulegt að halda okkur nálægt trúbræðrum okkar og uppörvast af staðföstu þolgæði þeirra í prófraunum. Við höfum styrk frá Guði til að standast álag því að við ‚vitum að bræður okkar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum‘ og standast þær. — 1. Pét. 5:9.

6 Með því að viðhalda góðum einkanámsvenjum: Ef við víggirðum hugi okkar og hjörtu andlega getum við hrundið árásum Satans. (1. Pét. 5:8) Góðar einkanámsvenjur auka þekkingarforða okkar. Við getum gripið til hans þegar við stöndum frammi fyrir daglegum vandamálum. Páll lagði áherslu á að nákvæm þekking gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að verða hólpinn. (1. Tím. 2:3, 4) Það er alger nauðsyn að neyta andlegrar fæðu reglulega.

7 Allt sem nauðsynlegt er til að halda okkur sterkum má greiðlega fá fyrir milligöngu kristna safnaðarins. Heilshugar stuðningur við starfsemi hans tryggir að við ‚göngum og þreytumst ekki.‘ — Jes. 40:29-31.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila