Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.95 bls. 1
  • Kristur sem fyrirmynd ungmenna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kristur sem fyrirmynd ungmenna
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Geturðu boðið þig fram?
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Getur þú þjónað Jehóva sem brautryðjandi?
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Þjónusta í fullu starfi veitir gleði
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Brautryðjandastarfið — er það fyrir þig?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 6.95 bls. 1

Kristur sem fyrirmynd ungmenna

1 Eftir langar biblíuumræður sagði ungmenni: „Kröftugur persónuleiki Jesú Krists vakti hrifningu mína. Hér var leiðtogi sem ég gæti trúað á.“ Sama verður ekki sagt um nokkurn stjórnmálamann, íþróttahetju eða átrúnaðargoð í skemmtanaiðnaðinum. Sannkristnir menn álíta þá menn ekki til fyrirmyndar sem temja sér ókristilegan lífsstíl og fylgja veraldlegum mælikvarða. — Sálm. 146:3, 4.

2 Ungmenni mega vera viss um að þegar þau fara að sýna í verki trú á Jesú Krist þekkir hann þau og sér að þau eru sauðir Guðs. Góði hirðirinn ber umhyggju fyrir þeim. (Jóh. 10:14, 15, 27) Ungmenni, sem taka Krist sér til fyrirmyndar, njóta blessunar.

3 Bróðir, sem núna þjónar á Betel í Brooklyn, hafði þau þjónustusérréttindi sem markmið sitt frá átta ára aldri. Hann var hvattur til að líta á Betelþjónustu sem hagnýta leið til að fylgja fordæmi Krists þegar hann yrði eldri. Foreldrar hans og farandhirðarnir héldu þessu að honum. Til þess að hjálpa honum að undirbúa sig hvöttu þau hann til að leggja sig duglega fram, eins og meðlimir Betelfjölskyldunnar gera, við að taka til hendinni heima, hjálpa til við hreinsun og viðhald ríkissalarins og ná leikni í boðunarstarfinu. Eftir að hafa starfað á Betel í allmörg ár er hann núna þakklátur fyrir að hafa á uppvaxtarárunum lagt sig fram við að líkja eftir fordæmi Krists.

4 Jesús keppti ekki að frama í veraldlegu starfi; hann valdi boðunarstarfið. Unga systur langaði til að gerast braut­ryðjandi eftir að hún útskrifaðist úr skóla en hikaði við af því að hún hafði ekki fengið hentugt hlutastarf. Hún hugsaði alltaf sem svo: ‚Fyrst finn ég vinnu og síðan legg ég inn umsókn um brautryðjandastarf.‘ Öldungur benti á að því lengur sem hún biði þeim mun meira lokkandi yrði fullt starf af því að hún væri ekki með neitt sem hindraði hana í að þiggja það. Hún segir svo frá: „Ég bað Jehóva um að láta anda sinn leiðbeina mér.“ Hún gerðist strax aðstoðarbrautryðjandi og varð seinna reglulegur brautryðjandi. Skömmu síðar fann hún draumastarf sem féll vel að tímaáætlun hennar sem brautryðjandi.

5 Jesús kunngerði djarflega hverjum og einum Guðsríkisboðskapinn. (Matt. 4:23) Kristin ungmenni geta líka lært að vera áræðin að prédika og láta fólk ekki hræða úr sér kjarkinn. Fjórtán ára vottur sagði svo frá: „Allir í skólanum þekkja afstöðu mína sem kristins manns. . . . Þeir þekkja hana svo vel að ég fer ekkert hjá mér þó að ég hitti bekkjarfélaga þegar ég er í boðunarstarfinu. Yfirleitt hlusta bekkjarfélagar mínir og oft þiggja þeir rit.“

6 Ef ungmenni hugleiða vandlega fordæmi Krists getur það hjálpað þeim að taka viturlegar framtíðarákvarðanir. Í stað þess að vera önnum kafin við veraldarvafstur ‚muna þau eftir skapara sínum‘ með því að vera kostgæf í þjónustu Jehóva. (Préd. 12:1) Eins og Kristur Jesús rækta þau með sér „kærleika til föðurins“ sem færir blessanir sem eru langtum eftirsóknarverðari en nokkuð það sem heimurinn býður. Í stað þess að ‚fyrirfarast“ með gamla heiminum geta þau hlakkað til þess að ‚vara að eilífu.‘ — 1. Jóh. 2:15-17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila