Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.95 bls. 7
  • Nýttu tímann þinn vel

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nýttu tímann þinn vel
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Nýttu tímann vel
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Tíminn — ert þú húsbóndi hans eða þræll?
    Vaknið! – 1988
  • Hvernig geturðu fullnað þjónustu þína?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Hvernig nota má hverja stund
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 6.95 bls. 7

Nýttu tímann þinn vel

1 Jehóva hefur gott tímaskyn. Hann vill að við vitum líka hvað tímanum líður. Með skipulagi sínu hjálpar hann okkur að vera meðvituð um tímann. Við erum hvött til að vera ‚síauðug í verki Drottins.‘ (1. Kor. 15:58) Á þann hátt getum við náð betri árangri í þjónustu Jehóva.

2 Við höfum öll jafnmikinn tíma í hverri viku — 168 klukkustundir. Hve vel notum við tíma okkar? Sýnum við að við vitum í raun og veru hvað tímanum líður frá sjónarhóli Jehóva? Látum við ónauðsynlega starfsemi draga til sín athygli okkar?

3 Mikilvægt er að við höfum gott skipulag á málum okkar. Margir reyna að hafa alltaf hjá sér forgangslista. Verkefnum er raðað á listann eftir mikilvægi þeirra. Hvernig er hægt að ákvarða það? Biblían segir að maðurinn ætti að ‚njóta fagnaðar af öllu striti sínu.‘ (Préd. 3:13) Sum verkefni skila betri árangri en önnur. Hugleiddu árangurinn sem hvert þeirra færir. Kemur það að umtalsverðum notum að ljúka verkinu? Munt þú ‚njóta fagnaðar‘ af striti þínu? Ef ekki, er það kannski ekki forgangsverkefni.

4 Í boðunarstarfi okkar: Við kunnum vel að meta það þegar aðrir boðberar koma á réttum tíma í samansöfnun, hlusta vandlega á leiðbeiningar og fara síðan án tafar út á starfssvæðið. Við viljum miklu heldur vera upptekin við að prédika en að bíða. Nauðsyn góðrar skipulagningar og reglu var Páli greinilega hjartans mál þegar hann skrifaði: „En allt fari sómasamlega fram og með reglu.“ — 1. Kor. 14:40.

5 Þegar við erum í boðunarstarfinu getum við tapað verðmætum tíma í kaffihléum. Þegar veðrið er slæmt getur hlé þó kannski hresst okkur og haldið okkur gangandi. Margir kjósa þó heldur að vera uppteknir við að boða fólki fagnaðarerindið og sleppa því að taka sér kaffihlé með bræðrunum á þeim tíma sem tekinn hefur verið frá til boðunarstarfsins. Jafnvægis er þörf.

6 „Jafnvel storkurinn . . . þekkir sínar ákveðnu tíðir“ sem farfugl og maurinn „aflar . . . sér samt vista á sumrin“ til þess að vera búinn undir veturinn, segir Biblían. (Jer. 8:7; Orðskv. 6:6-8) Þar er fólginn leyndardómurinn við að nýta tímann vel. Við verðum líka að ‚þekkja okkar ákveðnu tíðir.‘ Við ættum að vera okkur vel meðvitandi um tímann án þess þó að vera stíf um of. Við þurfum ekki aðeins að vita hvað við verðum að gera heldur líka hvenær þarf að gera það. Við ættum að venja okkur á að hugsa fram í tímann og taka mögulegar tafir með í reikninginn. Og við ættum líka að vera fús til að draga úr sumum athöfnum til þess að skapa okkur tíma fyrir eitthvað mikilvægara, eins og undirbúning fyrir samkomur okkar, boðunarstarfið og annað guðræðislegt starf.

7 Við viljum vera eins og himneskur faðir okkar, Jehóva Guð, sem kennir okkur að „öllu er afmörkuð stund.“ (Préd. 3:1) Með því að nýta tíma okkar vel getum við ‚fullnað þjónustu okkar.‘ — 2. Tím. 4:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila