Nýttu tímann vel
1 Allir hafa jafnmikinn tíma til umráða í hverri viku. Sá hluti hans, sem við notum til að útbreiða fagnaðarerindið, er sérstaklega verðmætur af því að honum er varið til að bjarga mannslífum. (Rómv. 1:16) Við sýnum að við gerum okkur grein fyrir því með því að búa okkur vel undir það boðunarstarf, sem er á dagskrá hjá okkur, mæta tímanlega í samansafnanir og drífa okkur síðan fljótt út á starfssvæðið. Við viljum heldur prédika en bíða. Þar eð Jehóva hefur kennt okkur að ‚öllu sé afmörkuð stund‘ þurfum við að nota vel þann tíma sem við höfum tekið frá fyrir boðunarstarfið. — Préd. 3:1.
2 Nýttu tímann viturlega: Það er okkur til mikillar blessunar að gera ráð fyrir reglulegri þátttöku í boðunarstarfinu á stundaskrá okkar og að fylgja henni síðan vel. Við megum auðvitað reikna með að árangurinn af boðunarstarfi okkar sé í réttu hlutfalli við tímann sem við notum til þess. Gætum við notað meiri tíma til boðunarstarfsins ef við breyttum lítillega út af vananum? Getum við til dæmis tekið okkur svolítinn tíma til að fara í fáeinar endurheimsóknir eftir blaðastarfið á laugardegi? Getum við notað dálitla stund til að fara í endurheimsóknir eða til að stjórna biblíunámskeiði eftir að hafa farið hús úr húsi á sunnudegi? Getum við bætt svolitlu götustarfi við starfið hús úr húsi? Með þessum hætti og ýmsum öðrum getum við kannski bætt þjónustu okkar.
3 Við getum sóað dýrmætum tíma úti í boðunarstarfinu ef við erum ekki gætin. Að sjálfsögðu getur stutt hlé á starfinu í vondu veðri hresst okkur og haldið okkur gangandi, en við þurfum að gæta jafnvægis því að svona hlé eru ekki alltaf nauðsynleg.
4 Það hefur orðið æ erfiðara á síðustu árum að finna fólk heima. Til að vega upp á móti því eru margir boðberar farnir að starfa hús úr húsi á öðrum tíma dags en þeir voru vanir. Hví ekki að reyna að bera vitni síðla dags eða snemma kvölds?
5 Það er betra að við séum ekki að rabba saman þegar við erum í götustarfi. Hafið nokkurt bil á milli ykkar og takið fólk tali til að koma af stað samræðum. Þannig nýtist tíminn betur og starfið verður ánægjulegra.
6 Gríptu tækifæri til að bera vitni: Þegar kona nokkur sagðist ekki hafa áhuga spurði vottur hvort hann mætti tala við einhvern annan í húsinu. Hann fékk þá að tala við húsbóndann sem hafði verið sjúklingur í mörg ár og rúmfastur lengst af. Vonin, sem orð Guðs veitir, endurvakti áhuga hans á lífinu. Innan skamms var hann kominn á fætur og farinn að sækja samkomur í ríkissalnum og segja öðrum frá nýfundinni von sinni.
7 Unglingssystir fór eftir tillögu um að fara í boðunarstarfið í klukkutíma fyrir bóknám. Í fyrstu dyrunum hitti hún 13 ára stúlku sem hlustaði vel og þáði rit. Daginn eftir hitti unga systirin þessa sömu stúlku í skólanum. Skömmu síðar bauð hún stúlkunni biblíunámskeið sem hún þáði.
8 Hugsaðu um gæðin: Regluleg þátttaka í prédikunarstarfinu gerir okkur leikin í boðun fagnaðarerindisins. Geturðu bætt þig í að hefja samræður við dyrnar með áhrifaríkari kynningarorðum? Geturðu kennt af meiri fagmennsku þegar þú stjórnar heimabiblíunámskeiði? Þannig nýtirðu betur tímann, sem þú ert í boðunarstarfinu, og nærð meiri árangri í þjónustu þinni. — 1. Tím. 4:16.
9 „Tíminn er orðinn stuttur“ svo að við ættum að fylla líf okkar af kristilegum verkum. (1. Kor. 7:29) Það ætti að vera ofarlega á blaði hjá okkur að taka okkur tíma fyrir boðunarstarfið. Tökum hraustlega og kostgæfilega þátt í því. Tíminn er stórkostleg eign sem Jehóva hefur gefið okkur. Notum hann alltaf viturlega og nýtum hann sem best.
[Rammi á blaðsíðu 4]
Hugleiddu eftirfarandi tillögur:
◼ Mættu tímanlega í samansafnanir.
◼ Farið saman á starfssvæðið í hæfilega smáum hópum.
◼ Drífið ykkur út í starfið strax eftir samansöfnun.
◼ Starfið á svæðinu þegar flestir eru heima.
◼ Starfið stundum ein ef það er óhætt.
◼ Farið í endurheimsóknir sem næst svæðinu þar sem starfað er hús úr húsi.
◼ Haldið áfram að starfa þegar aðrir í hópnum tefjast við dyrnar.
◼ Verið lengur en klukkustund í einu í starfinu ef mögulegt er.