Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.95 bls. 8
  • Kennið orð Guðs – notið bæklinga

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kennið orð Guðs – notið bæklinga
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Bæklingar – verðmæt verkfæri til að nota í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Kunngerum fagnaðarerindið með bæklingum
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Notum úrval bæklinga í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Líktu eftir Jehóva og áttu þér einlæglega annt um aðra
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 8.95 bls. 8

Kennið orð Guðs – notið bæklinga

1 Á sérhverjum vígðum þjóni Jehóva hvílir sú ábyrgð að taka þátt í að kenna öðrum orð Guðs. Okkur verður ljós hversu alvarleg þessi ábyrgð er þegar við gerum okkur grein fyrir að hann sem hefur allt vald á himni og jörðu hefur falið okkur að ‚gera menn af öllum þjóðum að lærisveinum og kenna þeim.‘ (Matt. 28:18-20) Þátttaka í prédikun fagnaðarerindisins krefst þess þar af leiðandi að við gerumst kennarar. — 2. Tím. 2:2.

2 Í ágúst getum við notað kennsluhæfileika okkar þegar við bjóðum bæklinga. Við getum valið eitthvert áhugavert, biblíulegt efni í þeim og búið okkur undir að segja eitthvað sem hjálpar okkur að koma af stað samræðum.

3 Þegar þú býður bæklinginn „Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?“ gætir þú sagt:

◼ „Við höfum talað við marga hér um slóðir og komist að raun um að þeir hafa áhyggjur af aukningu glæpa og ofbeldisverka. Hver álítur þú að sé ástæðan fyrir því að glæpum fari sífellt fjölgandi víða um heim? [Gefðu kost á svari.] Það er sérstaklega athyglisvert að Biblían skuli hafa spáð þessari framvindu mála. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-3.] Taktu eftir að þetta átti að gerast á hinum ‚síðustu dögum.‘ Það bendir til að núna sé einhverju um það bil að ljúka. Hvað heldur þú að það geti verið?“ Gefðu kost á svari. Flettu upp á blaðsíðu 22, bentu á myndina og ræddu um einn eða tvo ritningarstaði sem vitnað er í á þessari blaðsíðu. Gerðu ráðstafanir til að koma aftur seinna til að útskýra hvers vegna við trúum að þessi blessun sé í nánd.

4 Þegar þú býður „Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?“ kannt þú að vilja nota þessa aðferð:

◼ „Það reynist mörgum erfitt að finna raunverulegan tilgang með lífinu. Nokkrir eru að vísu hamingjusamir í einhverjum mæli en líf flestra er þó fullt af vonbrigðum og þjáningum. Álítur þú að þannig hafi Guð ætlast til að líf mannsins yrði? [Gefðu kost á svari.] Biblían sýnir að Guð vill að við lifum í heimi eins og þessum.“ Bentu á myndina á blaðsíðu 21 og flettu síðan upp á blaðsíðu 25 og 26, tölugreinum 4-6 og bentu á það sem hann hefur heitið. Berðu fram eftirfarandi spurningu til að taka til umræðu þegar þú kemur næst: „Hvernig getum við verið viss um að Guð standi við loforð sín?“

5 Þú gætir sýnt myndina á blaðsíðu 10 í bæklingnum „Ættum við að trúa á þrenninguna?“ og sagt:

◼ „Hefur þú ekki oft heyrt menn segja: ‚Í nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda‘? [Gefðu kost á svari.] Hugmyndin hér að baki er sú að Guð sé einn guð í þremur persónum. Þessi hugmynd er ekki komin frá Biblíunni eins og margir halda heldur heiðnum trúarbrögðum.“ Bentu á dæmi um heiðnar guðaþrenningar á myndinni og ræddu um það sem sagt er í efnisgrein 5 á blaðsíðu 11. Síðan getur þú sagt: „Þegar þetta er haft í huga er þá ekki eðlilegt að spyrja hvort kristnir menn ættu að trúa á þrenninguna? Þessi bæklingur svarar þeirri spurningu út frá orði Guðs, Biblíunni.“

6 Þegar ‚framför okkar er augljós af því að við höfum gát á fræðslunni‘ gleður það Jehóva. (1. Tím. 4:15, 16) Bæklingarnir geta komið að góðum notum í viðleitni okkar til að hjálpa þeim sem þrá að heyra ‚gleðitíðindi.‘ — Jes. 52:7.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila