Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.95 bls. 7
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins í haust

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins í haust
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • ,Matur á réttum tíma‘
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 8.95 bls. 7

Dagskrá sérstaka mótsdagsins í haust

1 Hvers vegna ættum við að kunngera fagnaðarerindið án afláts? Hvaða skilyrði þarf fólk að uppfylla til þess að geta verið boðberar fagnaðarerindisins? Hvernig getur jafnvel feimið og óframfærið fólk átt frumkvæðið að því að ræða við aðra um fagnaðarerindið? Þessar og aðrar umhugsunarvekjandi spurningar verða teknar til umræðu og svarað á dagskrá sérstaka mótsdagsins í haust. Stef sérstaka mótsdagsins að þessu sinni er „Hæfir sem þjónar fagnaðarerindisins“ og er byggt á Síðara Korintubréfi 3:5.

2 Sem þjónar Jehóva verðum við að gæta mjög vel að hegðun okkar. Vafalaust verður uppörvandi að hlýða á ungt fólk greina á mótinu frá reynslu sinni í að standa gegn þrýstingi frá jafnöldrum sínum og skólafélögum. Foreldrar verða hvattir á kærleiksríkan hátt til að sinna vel því nauðsynlega hlutverki sínu að þjálfa og aga börn sín til að verða þjónar Guðs og boðberar fagnaðarerindisins. Okkur verður öllum hjálpað til að meta og skilja nauðsyn þess að prédika boðskapinn um Guðsríki og gera okkur grein fyrir þvílíka blessun það leiðir af sér bæði fyrir okkur sjálf og þá sem hlusta á okkur. — 1. Tím. 4:16.

3 Við getum með sanni sagt að skírnin verði einn af hápunktum dagsins. Áður en hún fer fram verður eins og venjulega flutt ræða út frá Biblíunni og henni beint sérstaklega til þeirra sem nýlega hafa vígt sig Jehóva. Að sjálfsögðu munu allir sem mótið sækja vilja hlusta með athygli á skírnarræðuna þar sem dregin verður skýrt fram merking skírnarinnar. Hver sá sem óskar þess að láta skírast á sérstaka mótsdeginum ætti að upplýsa umsjónarmanninn í forsæti um það með góðum fyrirvara til þess að hann hafi nægan tíma til að gera ráðstafanir til að öldungar geti farið yfir skírnarspurningarnar með þeim sem vilja láta skírast á þessum mótsdegi.

4 Annar hápunktur mótsdagsins verður aðalræðan sem fulltrúi deildarskrifstofu Varðturnsfélagsins flytur. Ræðan nefnist „Hæfir og albúnir sem þjónar Guðs.“ Fjórir meginþættir, sem gera okkur hæf og albúin sem boðendur fagnaðarerindisins, verða teknir til umfjöllunar og ræðumaðurinn mun segja frá reynslu annarra sem getur bæði byggt upp trú okkar og gert okkur enn staðfastari í þeim ásetningi okkar að vera ‚albúin‘ til að takast á við verkefni okkar í þjónustu Jehóva.

5 Einsettu þér nú þegar að vera viðstaddur alla dagskrána og gerðu ráðstafanir til þess að svo megi verða. Láttu ekki undir höfuð leggjast að bjóða áhugasömu fólki og þeim sem þú hefur biblíunám með til þess að þeir geti líka haft gagn af þessum sérstaka degi sem helgaður er menntun í því sem snertir Guðsríki. Með því að nærast reglulega við hið andlega veisluborð Jehóva getum við tryggt að við séum „hæfir“ sem þjónar fagnaðarerindisins.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila