Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
„Gerið allt vegna fagnaðarerindisins“ er stef hinnar nýju dagskrár sérstaka mótsdagsins þjónustuárið 1998. (1. Kor. 9:23) Fagnaðartíðindin um Guðsríki eru mikilvægustu fréttirnar sem heyrast í heiminum nú á dögum. Dagskráin mun hjálpa okkur að meta að verðleikum þau einstæðu sérréttindi okkar að vera flytjendur þessara dásamlegu frétta. Hún örvar okkur líka til að láta ekki af að boða fagnaðarerindið. — Post. 5:42.
Dagskráin mun sýna okkur hvernig við getum hagnýtt okkur til fulls þá guðræðislegu þjálfun sem við fáum stöðuglega til þess að við náum að koma sem mestu til leiðar í boðunarstarfi okkar. Við munum heyra frá sumum sem hafa gert breytingar á aðstæðum sínum til þess að geta aukið þjónustu sína, þar með talið ungt fólk sem þjónar með öllu sem það á að boðun fagnaðarerindisins. — Samanber Filippíbréfið 2:22.
Aðalræðan leggjur áherslu á hversu okkur er nauðsynlegt að halda áfram að vera ‚makleg þess að okkur sé trúað fyrir fagnaðarerindinu.‘ (1. Þess. 2:4) Okkur verður hjálpað að gera okkur ljóst að ef við eigum að halda þeim sérréttindum að mega deila fagnaðarerindinu með öðrum verðum við sífellt að uppfylla kröfur Guðs og staðla hvað snertir hugsun okkar og hegðun. Dagskráin dregur líka skýrt fram þá blessun sem fylgir því að gera þetta.
Misstu ekki af þessari bráðnauðsynlegu dagskrá. Þeir sem nýlega hafa vígt sig Jehóva og óska þess að láta skírast á sérstaka mótsdeginum ættu að segja umsjónarmanninum í forsæti frá því án tafar. Bjóddu öllum sem þú stýrir biblíunámi með að koma og hlusta á dagskrána. Við skulum leyfa Jehóva að efla okkur til að gera allt sökum fagnaðarerindisins og þannig ljúka mesta starfinu sem gert er hérna megin við Harmagedón.