Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.96 bls. 7
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Árangursrík símaboðun
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Símastarf getur verið árangursríkt
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Boðunarstarf í síma – leið til að ná til margra
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Hvað áttu að segja við símsvara?
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 6.96 bls. 7

Spurningakassinn

◼ Hvernig getur heimsókn starfshirðisins til hvers bóknámshóps komið að sem bestum notum?

Starfshirðirinn heimsækir hvern bóknámshóp um það bil tvisvar á ári. Hver og einn í bóknámshópnum getur lagt sitt af mörkum til þess að heimsóknin skili sem bestum árangri.

Bóknámsstjórinn ætti að upplýsa hópinn með nokkrum fyrirvara um heimsókn starfshirðisins og aukasamansafnanir, meðal annars á kvöldin ef aðstæður leyfa, til þess að allir geti gert ráðstafanir til að taka sem mestan þátt í starfi bóknámshópsins þá viku. Með því aukast líkurnar á að heimsóknin verði til að auka og bæta boðunarstarf boðberanna í hópnum.

Í heimsóknarvikunni stjórnar bóknámsstjórinn bóknáminu á venjulegan hátt en lýkur náminu á 45 mínútum. Því næst flytur starfshirðirinn 15 mínútna ræðu sem miðar að því að hjálpa öllum í hópnum að taka framförum í prédikunarstarfinu. Mikilvægt er að allir boðberarnir, svo og þeir sem nýlega hafa fengið áhuga, séu viðstaddir.

Starfshirðirinn stjórnar þeim samkomum fyrir boðunarstarfið sem bóknámshópurinn hefur þessa viku. Það veitir honum tækifæri til að sýna bóknámsstjóranum hvernig stýra megi innihaldsríkum umræðum í samansöfnun sem byggðar eru á efninu í Ríkisþjónustu okkar. Hann getur einnig skipulagt hvernig hópurinn skiptir sér til að fara út í boðunarstarfið. Hópurinn getur á þennan hátt fengið gott fordæmi um hvernig hægt er á aðeins 10 til 15 mínútum að hafa upplýsandi samansöfnun og skipuleggja starf boðberanna.

Eitt af markmiðum starfshirðisins er að fara út í starfið með eins mörgum boðberum og mögulegt er og hjálpa þeim að taka framförum með því að koma með vingjarnlegar tillögur og ábendingar. Ef til vill getur hann farið með einhverjum í endurheimsóknir eða biblíunám. Hver sá sem telur sig þurfa á aðstoð eða uppörvun í boðunarstarfinu að halda getur nálgast hann og beðið um aðstoð.

Starfshirðirinn tekur sér tíma til að ræða um starfsemi hópsins við bóknámsstjórann. Hinar reglubundnu ráðstafanir til boðunarstarfsins eru teknar til endurskoðunar til að tryggt sé að hlutirnir séu skipulagðir á hagnýtan hátt sem tekur mið af þörfum allra.

Ef við erum fús til samstarfs við starfshirðinn, styðjum með ráðum og dáð heimsókn hans til bóknámshópsins okkar og leitumst við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem hann gefur, munum við ná betri árangri í starfinu og gleði okkar í þjónustunni aukast.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila