Hvað áttu að segja við símsvara?
Símaboðun er áhrifarík leið til að ná til þeirra sem ekki næst í heima eða búa á óaðgengilegum svæðum. En sífellt fleira fólk svarar ekki í síma heldur lætur símsvarann um það. Hvað geturðu þá gert? Leggðu ekki á heldur hafðu vel undirbúna, útskrifaða kynningu við höndina til að lesa inn á símsvarann. Æfðu þig í að lesa hana vingjarnlega og skilmerkilega. Hvað geturðu sagt?
Þú getur boðið húsráðandanum hlýlega á næstu opinberu samkomu í ríkissalnum. Þú gætir sagt: „Það var leitt að hitta þig ekki heima. Mig langar til að bjóða þér að hlýða á biblíutengt erindi um [nefndu stef opinbera fyrirlestrarins] sem verður flutt í ríkissal votta Jehóva. Samkoman er öllum opin og engin samskot fara fram.“ Nefndu síðan greinilega dagsetningu og samkomutíma og gefðu upp heimilisfang ríkissalarins.
Vertu vakandi fyrir nýjum sem koma á samkomurnar, kynntu þig fyrir þeim og bjóddu þá velkomna. Gleymdu ekki að bjóða þeim ókeypis heimabiblíunámskeið!