Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.97 bls. 1
  • Hjálpum hinum óreyndu til skilnings

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hjálpum hinum óreyndu til skilnings
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Hvernig notum við nýja bæklinginn Gleðifréttir frá Guði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Notar þú Kröfubæklinginn til að koma af stað námskeiðum?
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Líktu eftir Jehóva og áttu þér einlæglega annt um aðra
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Kunngerum fagnaðarerindið með bæklingum
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 4.97 bls. 1

Hjálpum hinum óreyndu til skilnings

1 Með því starfi okkar að gera menn að lærisveinum fræðum við aðra um það sem Guð ætlast til af þeim. (Matt. 28:19, 20) Yfir fimm milljónir votta um allan heim leggja fram geysilegt starf í þá átt. Árangurinn mælist ekki í því hve mörgum klukkustundum er varið til starfsins, ritum dreift eða ný biblíunám hafin. Við náum markmiði okkar þegar fólk skilur það sem það lærir og breytir eftir því.

2 Að hjálpa öðrum andlega felur í sér að „láta hina óreyndu skilja.“ (Sálm. 119:130, NW) Menn þurfa að ‚skilja‘ efnið til að það hreyfi við hjörtum þeirra og hvetji þá til dáða. (Matt. 15:10) Eftir því sem starf okkar breiðist út og eflist gerum við okkur æ betur ljósa nauðsyn þess að tala og kenna á einfaldan hátt. Þess vegna hefur Félagið gefið út bæklinginn Hvers krefst Guð af okkur? Hann inniheldur yfirgripsmikið námsefni sem nær yfir helstu kenningar Biblíunnar. Námskaflarnir eru stuttir, orðalagið einfalt og leiðbeiningarnar auðskildar, og þar af leiðandi höfðar bæklingurinn til stórs lesendahóps.

3 Lögð verður áhersla á að dreifa þessu bæklingi ásamt blöðunum í apríl og maí. Mælt er með að gera ráðstafanir til að bjóða blöðin einkum á laugardögum en nota bæklinginn sem tilboð aðra daga vikunnar. Fara skyldi með bæklinginn til þeirra sem hafa áður fúslega þegið rit. Hafa ber hugfast að hann kemur að sérstökum notum við að kenna börnum, útlendingum sem hafa lítið vald á tungu dvalarlands síns, og þeim sem eru illa læsir.

4 Notaðu einfalda kynningu: Þegar þú kynnir Kröfubæklinginn skaltu vísa til blaðsíðu 2 þar sem útskýrt er að „þessi bæklingur er saminn sem námsgagn til biblíunáms.“ Bentu á tölugrein 3 á blaðsíðu 3 til að sýna hvers vegna viðmælandi þinn þarf að nema Biblíuna. Vektu upp áhuga hans með einhverjum af titlum námskaflanna sem opinbera einföld biblíusannindi. Þú skalt sýna hvernig þessi bæklingur gerir nám ánægjulegt og bjóðast til að veita honum persónulega aðstoð.

5 Stýrðu biblíunámi þannig að nemendurnir taki framförum: Markmið okkar er að gera meira en aðeins stýra námum — við viljum gera menn að lærisveinum sem verða öflugir stuðningsmenn sannrar tilbeiðslu. Fara má yfir bæklinginn á nokkrum vikum og sú yfirferð ætti að leiða beint til náms í Þekkingarbókinni. (Sjá neðanmálsathugasemd á blaðsíðu 31.) Strax frá byrjun skaltu hjálpa nemandanum að bera kennsl á skipulag Jehóva. (Sjá Rökræðubókina, blaðsíðu 283-4.) Leggðu áherslu á gildi samkomanna og útskýrðu að með því að sækja þær geti menn öðlast yfirgripsmikinn skilning á því hvernig iðka eigi sanna tilbeiðslu. — Hebr. 10:24, 25.

6 Full þátttaka í þessu sérstaka starfi í apríl og maí færir okkur vissulega þá gleði sem fylgir því að hjálpa einlægu fólki að ‚afla sér hygginda [skilnings]‘ sem leiðir til lífs. — Orðskv. 4:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila