Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.99 bls. 1
  • Horfirðu aðeins á útlitið?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Horfirðu aðeins á útlitið?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Alls konar fólki verður bjargað
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Dæmum ekki eftir útlitinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Líkjum eftir réttlæti Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Snyrtilegt útlit
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 6.99 bls. 1

Horfirðu aðeins á útlitið?

1 Þegar við boðum fagnaðarerindið meðal almennings kemur einstaka maður okkur þannig fyrir sjónir að við hikum við að segja honum frá fagnaðarerindinu. Hvað myndirðu til dæmis gera ef illúðlegur maður fylgdist alltaf með þér tortrygginn á svip þegar þú værir að heimsækja nágranna hans sem sýndi áhuga á sannleikanum? Brautryðjandasystir, sem varð fyrir þessu, ákvað að tala við manninn. Hann heilsaði henni hálf-ruddalega, en henni til undrunar hlustaði hann á biblíuboðskapinn og féllst með nokkrum ákafa á biblíunámskeið. Þar eð systirin dæmdi manninn ekki eftir ytra útliti fengu þessi maður og konan hans tækifæri til að kynnast sannleikanum.

2 Annarri systur stóð í fyrstu stuggur af síðhærðum ungum manni en hélt þó áfram að vitna stuttlega fyrir honum hvenær sem hann kom inn í búðina þar sem hún vann. Viðleitni hennar bar þann árangur að núna er ungi maðurinn skírður vottur. Hvernig getum við komið í veg fyrir að við ályktum fljótfærnislega að fólk af þessu tagi taki hvort eð er ekki við sannleikanum?

3 Líkjum eftir fordæmi Jesú: Jesús vissi að hann átti að gefa líf sitt fyrir alla. Þess vegna lét hann ekki útlit annarra aftra sér. Hann vissi að jafnvel fólk með miður gott mannorð gæti hugsanlega breytt sér ef það fengi viðeigandi hjálp og hvatningu. (Matt. 9:9-13) Hann reyndi að hjálpa jafnt ríkum sem fátækum. (Matt. 11:5; Mark. 10:17-22) Gætum þess að dæma ekki fólk, sem við hittum í boðunarstarfinu, eftir ytra útliti, og blindum okkur ekki fyrir góðu hjartalagi sem kann að leynast hjá því. (Matt. 7:1; Jóh. 7:24) Hvað getur hjálpað okkur að líkja eftir frábæru fordæmi Jesú?

4 Af biblíunámi okkar höfum við lært að orð Guðs býr yfir krafti til að breyta hugsunarhætti fólks, hegðun og persónuleika. (Ef. 4:22-24; Hebr. 4:12) Verum því jákvæð, berum vitni fyrir öllum og látum Jehóva um framhaldið, hann sem les hjörtu mannanna. — 1. Sam. 16:7; Post. 10:34, 35.

5 Leggjum okkar af mörkum til hins mikla uppskerustarfs síðustu daga með því að boða alls konar fólki fagnaðarerindið hlutdrægnislaust og óháð útliti þess. — 1. Tím. 2:3, 4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila