Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.00 bls. 4
  • „Ætti ég að flytja?“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Ætti ég að flytja?“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Flytjumst þangað sem þörfin er meiri
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Getur þú farið „yfir til Makedóníu“?
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Geturðu komið yfir til Makedóníu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Víðar dyr og verkmiklar eru opnar
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 9.00 bls. 4

„Ætti ég að flytja?“

1 Margir vígðir þjónar Jehóva hafa þegið boð Jesú um að ‚fara og gera menn allra þjóða að lærisveinum‘ með því að flytjast þangað sem þörfin er meiri. (Matt. 28:19) Þeir líkja eftir Páli sem var boðið að ‚koma yfir til Makedóníu og hjálpa.‘ (Post. 16:9) Hvernig er best að snúa sér í málinu?

2 Rasaðu ekki um ráð fram: Er eitthvert starfssvæði í söfnuðinum sem sjaldan er farið yfir? Ef svo er geturðu einbeitt þér að því að starfa þar. Áður en þú ákveður að flytja annað skaltu ráðfæra þig við öldungana til að sjá hvort þeir telji þig undir það búinn. Þú getur líka spurt farandhirðinn hvort hann viti um nálægan söfnuð sem gæti nýtt krafta þína. Ef til vill langar þig að vel athuguðu máli að flytja í annan landshluta eða í annað land. Sé svo ættir þú ásamt öldungaráði safnaðarins að skrifa til deildarskrifstofunnar þar sem þú vilt þjóna og segja deili á þér. Það gæti verið hyggilegt að heimsækja staðinn áður en þú ákveður hvort þú ætlar að flytjast búferlum.

3 Vertu varkár í sambandi við flutning til útlanda: Æ fleiri bræður flytja til annarra landa í leit að betri lífsgæðum eða til að komast undan kúgun. Sumir hafa orðið fyrir barðinu á ófyrirleitnum mönnum sem hafa heitið þeim aðstoð við að koma sér fyrir í nýju landi en hirt af þeim peningana og yfirgefið þá. Dæmi eru um að þeir hafi jafnvel reynt að neyða innflytjendur út í kynlífsþrælkun og skilið þá síðan eftir bjargarlausa þegar þeir neita. Innflytjendurnir eru þá ver staddir en þeir voru í heimalandinu. Þeir hafa jafnvel þurft að biðja bræður um að skjóta yfir sig skjólshúsi og aðstoða sig á annan hátt og lagt þar með þungar byrðar á kristnar fjölskyldur sem eiga við eigin vandamál og erfiðleika að glíma. Börn hafa orðið viðskila við foreldra og hjón hvort við annað og fjölskyldur hafa veikst andlega vegna óviturlegra búferlaflutninga. — 1. Tím. 6:8-11.

4 Ef þú vilt flytja til að bæta eigin hag skaltu hafa hugfast að vandamál eru til staðar sama hvar þú býrð. Þau eru auðveldari viðureignar ef maður þekkir tungumálið og menningarhættina en ef maður þarf að byrja upp á nýtt í ókunnu umhverfi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila